Albert Eiríksson (50) og Bergþór Pálsson (58) fengu draumabrúðkaupið:

Það tekst ekki öllum að halda upp á fimmtugsafmæli og gifta sig á sama degi en Albert Eiríksson ákvað að slá tvær flugur í einu höggi þegar hann giftist sínum heittelskaða, söngvaranum Bergþóri Pálssyni, á fimmtugsafmæli sínu. Myndir/Helenda Stefánsdóttir

FLOTTIR SAMAN: Bergþór og Albert eru svo sannarlega flott hjón.

FLOTTIR SAMAN: Bergþór og Albert eru svo sannarlega flott hjón.

 

Giftir „Dagurinn var alveg æðislegur. Við byrjuðum á því að fara í hátíðar- afmælismorgunmat til sonar míns. Síðan fórum við í þyrluflug, það kom okkur mikið á óvart hvað það var gaman að fara í lágflug yfir Reykjanes. Litirnir í náttúrunni voru alveg æðislegir,“ segir Bergþór.

„Eftir það tókum við því bara frekar rólega, fórum í klippingu og byrjuðum að undirbúa okkur fyrir kirkjuna.“

„Þetta var alveg rosalega flott athöfn. Tónlistin var aðeins öðruvísi en gengur og gerist en brúðkaupsmarsinn fyrir prinsinn af Danmörku var spilaður þegar við gengum út og síðan söng sonur minn lag eftir afa sinn, föður minn.“

ÞRUSU ÞRENNING: Söngkonan Ingveldur Ýr Jónsdóttir og eiginmaður hennar, Ársæll Hafsteinsson lögmaður, og Jón Guðmundsson, eigandi Hekla Tours, skáluðu saman og gæddu sér á dýrindisveitingum.

ÞRUSU ÞRENNING: Söngkonan Ingveldur Ýr Jónsdóttir og eiginmaður hennar, Ársæll Hafsteinsson lögmaður, og Jón Guðmundsson, eigandi Hekla Tours, skáluðu saman og gæddu sér á dýrindisveitingum.

 

Draumabrúðkaup

Brúðkaupsdagurinn er stór, jafnvel sá stærsti sem fólk upplifir, og því skemmtilegt þegar allt gengur upp. Bergþór og Albert voru sammála um að þetta hafi verið draumabrúðkaup.

„Já, þetta var draumabrúðkaupið, þetta hefur verið í bígerð lengi. Við höfum reyndar verið í vandræðum með að kalla þetta brúðkaup þar sem það er engin brúður. Við höfum því verið að kalla þetta giftingu. Við erum búnir að búa svo lengi saman og það hefur staðið lengi til að gifta okkur. Við höfðum báðir verið búnir að gera okkur ákveðnar hugmyndir um það hvernig þetta ætti að vera og það gekk bara alveg upp. Okkur fannst gaman að halda þetta í Salnum í Kópavogi. Þetta var í svona leikhús- eða tónleikastíl, svolítið eins og Elísabet Englandsdrottning væri að verða níræð,“ segir Bergþór og hlær.

„Við höfðum smááhyggjur af því að þetta væri alltof mikil dagskrá en svo gekk þetta alveg rosalega vel. Það sungu allir bara eitt lag og svo voru ræðurnar stuttar og fyndnar. Helga Braga sendi okkur myndband sem Gyða Sól þar sem hún furðaði sig á því að Albert hefði gifst einhverjum karli sem væri svo í þokkabót hommi! Saga Garðarsdóttir var svo veislustjóri og hún er algjör snillingur, hún ætti bara að halda sýningu á hverju ári. Svo fyndin er hún.“

PÖNNSUTERTA: Brúðkaupstertan var öðruvísi en gengur og gerist en alveg einstaklega glæsileg enda eru pönnukökur alltaf góðar.

PÖNNSUTERTA: Brúðkaupstertan var öðruvísi en gengur og gerist en alveg einstaklega glæsileg enda eru pönnukökur alltaf góðar.

Góður gestalisti

Það getur verið vandasamt verk að smíða gestalista fyrir brúðkaup og ekki síst þegar menn eru vinamargir eins og Bergþór og Albert.

ALVÖRUMENN: Óperusöngvarinn Gissur Páll Gissurarson, leikarinn Kristján Franklín Magnússon, Stefán Baldursson, fyrrum þjóðleikhússtjóri, og Bergþór Pálsson eru svo sannarlega nokkrir af glæsilegustu mönnum landsins.

ALVÖRUMENN: Óperusöngvarinn Gissur Páll Gissurarson, leikarinn Kristján Franklín Magnússon, Stefán Baldursson, fyrrum þjóðleikhússtjóri, og Bergþór Pálsson eru svo sannarlega nokkrir af glæsilegustu mönnum landsins.

„Það voru um 200 gestir sem mættu. Okkur langaði að bjóða þúsund en þetta endaði í úllen, dúllen, doff hjá okkur. Þetta voru aðallega vinir og ættingjar, eins og eðlilegt er, og síðan margir sem hafa sungið og spilað með mér.

Við enduðum síðan á því að keyra upp í Hótel Húsafell og það er algjörlega truflaður staður. Svítan þar er alveg ótrúleg, þar er virkilega mikill lúxus en um leið og þú opnar hurðina þá ertu bara kominn út í sveit sem er alveg æðislegt,“ segir Bergþór og bætir við að brúðkaupsferðin muni bíða betri tíma.

GLÆSILEGAR KONUR: Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, og vinkona hennar, Anna Einarsdóttir í Máli og menningu, mættu í sínu fínasta pússi og skemmtu sér vel.

GLÆSILEGAR KONUR: Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, og vinkona hennar, Anna Einarsdóttir í Máli og menningu, mættu í sínu fínasta pússi og skemmtu sér vel.

„Við erum nýbúnir að fara til Spánar og erum alltaf á ferðinni. Við förum bráðum til Gautaborgar þar sem ég verð með prógram en ég held að við geymum brúðkaupsferðina bara til jóla.“

 

GENGIÐ INN: Það var falleg stund þegar Albert og Bergþór gengu inn kirkjugólfið.

GENGIÐ INN: Það var falleg stund þegar Albert og Bergþór gengu inn kirkjugólfið.

 

EINN KOSS: Eins og venjan er skelltu hjónin í einn koss eftir að hafa gefist hvor öðrum.

EINN KOSS: Eins og venjan er skelltu hjónin í einn koss eftir að hafa gefist hvor öðrum.

 

GENGIÐ ÚT: Þegar Albert og Bergþór gengu út kirkjugólfið sem hjón voru margir sem fengu ryk í augun.

GENGIÐ ÚT: Þegar Albert og Bergþór gengu út kirkjugólfið sem hjón voru margir sem fengu ryk í augun.

 

HJÓN: Bergþór og Albert gengu nú í fyrsta sinn undir berum himni sem hjón og gestirnir fögnuðu þeim vel.

HJÓN: Bergþór og Albert gengu nú í fyrsta sinn undir berum himni sem hjón og gestirnir fögnuðu þeim vel.

 

SKÁL: Hjónakornin skáluðu fyrir fallegum degi, fallegri athöfn og fallegu fólki.

SKÁL: Hjónakornin skáluðu fyrir fallegum degi, fallegri athöfn og fallegu fólki.

 

VEL MERKTIR: Það fór ekki fram hjá neinum að þessi bíll ferjaði nýgift hjón.

VEL MERKTIR: Það fór ekki fram hjá neinum að þessi bíll ferjaði nýgift hjón.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts