Sævar Freyr Þráinsson (44) hjá 365 miðlum:

Sævar Freyr, forstjóri 365 miðla, slasaðist illa við sprang í Vestmannaeyjum um miðjan síðasta mánuð og hefur verið rúmliggjandi síðan. Hann brá sér þó úr húsi í fyrsta sinn í 18 daga til að taka þátt í Írskum dögum á Akranesi, þar sem hann er búsettur, og rann beint í fangið á ljósmyndara Séð og Heyrt.

Mölbrotinn „Það þurfti að setja tvær plötur og tólf skrúfur í bein fyrir neðan vinstra hné og auk þess braut ég tvo fingur,“ segir Sævar Freyr sem skemmti sér vel þegar hann loks komst út undir bert loft til að taka þátt í hátíðahöldunum á Akranesi, þó stutt væri.

Ekki dugar Sævari Frey að ganga með hækjur eða við staf því hann má alls ekki stíga í fótinn fyrr en í fyrsta lagi 6. ágúst en þá á hann tíma hjá læknum sem endurmeta ástandið.

„Það er þolinmæðin sem gildir í þessu,“ segir forstjórinn sem er nýmættur aftur til vinnu hjá 365 miðlum – í hjólastólnum.

Sævar Freyr er Akurnesingur í húð og hár og hefur alltaf búið þar, að undanskildum örfáum árum þegar hann var í Reykjavík, og nú vill hann hvergi annars staðar vera en á Skaganum.

Sævar

LOKSINS: Sævar Freyr tók þátt í götugleðskap með nágrönnum sínum á Akranesi í hjólastólnum.

Nýtt Séð og Heyrt á næsta leiti!

Related Posts