Ríkissjónvarpið var að hefja sýningar House Of Cards, fjórðu þáttaröðinni um Frank Underwood, forseta Bandríkjanna, og glæsifrú hans og verða þættirnir á dagskrá á mánudagskvöldum næstu tólf vikurnar.

Gerist þetta um leið og vitað er að stór hluti þjóðarinnar horfir á þættina á Netflix þar sem öll fjórða house-of-cards-season-4-key-art1serían er í boði og hægt að klára á góðri kvöldstund með sjónvarpssnakki og öðru tilheyrandi.

Netflix-áhorfendur vita að í fjórða þætti – eða var það kannski í þeim fimmta – er Frank Underwood sýnt banatilræði eftir sjóðheitan kosningafund og sá sem hleypir af byssunni kemur úr óvæntri átt.

Forsetinn lifir, er í dái til að byrja með og þar sem byssukúlan tætti í sundur á honum lifrina hefst örvæntingarfull leit að nýrri lifur fyrir forsetann. Við tekur óstyrkur varaforseti sem aldrei bjóst við að lenda í þessum aðstæðum og hefur ekki önnur ráð en að leita ásjár hjá forsetafrúnni sem tekur öll völd í gegnum hann.

Nú má spyrja hvers vegna verið sé að segja frá þessu þar sem Ríkissjónvarpið á eftir að sýna atburðarásina alla fyrir greiðendur afnotagjalda sem eiga alla seríuna eftir?

Svarið er einfalt: kaup Ríkissjónvarpsins á House Of Cards er birtingarmynd tímaskekkju þess andrúmslofts sem stofnunin er rekin í. Sýningarréttur á sjónvarpsþáttaröð sem þessari, og öðrum líka, er lítils virði og alls ekki í takt við það sem greitt er fyrir. House Of Cards er úti um allt.

Nú er ekki vitað hvað innkaupsverð á seríunni er í bókhaldi Ríkisútvarpsins en hitt er kristaltært að því fé hefði mátt verja betur í framleiðslu á íslensku efni sem nú þegar er ekki til staðar í öllum tölvum og

eir’kur j—nsson

símtækjum landsmanna. Það eitt gæti gert lífið í landinu skemmtilegra, eins og Séð og Heyrt gerir í hverri viku og allan sólarhringinn á Netinu.

Eiríkur Jónsson

Related Posts