Sama hvað líður öllum vangaveltum um næsta forseta lýðveldisins er ljóst að hann kemur úr sjónvarpinu og hefur alltaf gert frá því Ríkissjónvarpið hóf útsendingar.

Sveinn Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson urðu forsetar fyrir daga sjónvarpsins en Kristján Eldjárn, Vigdís sjonvarp+bessastadirFinnbogadóttir og Ólafur Ragnar sóttu fylgi sitt og sigur til framgöngu á skjánum.

Kristján Eldjárn var með vinsælan fornminjaþátt í Ríkissjónvarpinu, Vigdís Finnbogadóttir með vinsæla frönskukennslu og Ólafur Ragnar með vinsæla umræðuþætti – og öll urðu þau forsetar.

Hér verður engin breyting á í næstu forsetakosningum. Kjósendur vilja einhvern sem þeir telja sig í sameiningu þekkja og þann veruleika sækja þeir í sjónvarpið. Sjónvarpsstjörnur eru þær einu sem uppfylla þau skilyrði.

Kannski kýs þjóðin veðurfræðing sem næsta forseta. Birta Líf hefur sjarmerað sjónvarpsáhorfendur með veðurfréttum sínum og svo er hún flugmaður að auki. Það ætti að fleyta henni hálfa leið.

Tæpast verður forsetaframbjóðandi sóttur í Kastljósið. Það var reynt síðast.

Þá mætti reyna matreiðsluþættina eða jafnvel Stundina okkar. Og Jón Ársæll er á lausu.

Var kannski einhver þarna í The Voice?

Helgi Björns?

Og ekki gleyma Gísla Einarssyni í Landanum; þjóðlegur og vinsæll veislustjóri. Þarf meira?

Án sjónvarpsfrægðar á fólk ekki séns í Bessastaði og það á eftir að koma í ljós.

eir’kur j—nsson

Við hin skulum reyna að gera lífið skemmtilegra eins og Séð og Heyrt í hverri viku.

Eiríkur Jónsson

Related Posts