13516661_10154366247644884_1542446861316101886_n

Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti (48) og Ómar Özcan (35) bíða spenntir eftir leiknum:

Félagarnir spá Íslandi sigri

Við vinnum Ómar er ásamt fjölda annarra Íslendinga staddur í Nice til að fylgjast með leik Íslands og Englendinga í 16 liða úrslitum á EM 2016. Á meðal þeirra sem bíða einnig spenntir er nýkjörinn forseti okkar, Guðni Th. sem taka mun formlega við embættinu 1. ágúst nk. og fer vel á með þeim félögum fyrir leikinn í Nice.

Ómar segir Guðna Th. hafa verið virkilega auðmjúkan í íslenska búningnum að spjalla við alla og til í myndatöku með öllum.

Séð og Heyrt bað þá að spá fyrir um leikinn og stóð ekki á svari „Guðni segir 1-0 fyrir Ísland, Eiður skorar eftir horn frá Gylfa. Sjálfur spái ég 1-1 eftir venjulegan leiktíma og Ísland vinnur 2-1 með marki í uppbótartíma,“ segir Ómar og við vonum svo sannarlega að þeir félagar hafi rétt fyrir sér með spána.

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

Related Posts