Guðni Th. Jóhannesson (48) skellti sér í sund:

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var staddur í anddyri sundlaugar Kópavogs með syni sína tvo og vini þeirra þar sem drengirnir voru í miklum rökræðum við forsetann um það í hvaða sundlaug ætti að fara því að stóra rennibrautin í Kópavogslauginni var lokuð.

Eftir miklar samningaviðræður á milli forseta Íslands og drengjanna var komist að þeirri niðurstöðu að best væri að fara í Laugardalslaugina. Drengirnir fögnuðu því ákaft en forsetinn setti þó eitt skilyrði.

Það væri að hann fengi að slaka aðeins á í heita pottinum á meðan drengirnir skemmtu sér í rennibrautinni.

Guðni undirbýr sig af kappi fyrir Reykjavíkurmaraþonið, eins og lesa má um hér, en hann mun hlaupa hálft maraþon, 21 kílómeter.

Drengirnir og forsetinn gengu hröðum skrefum í átt að Toyota Previa bifreið forsetans en sú bifreið gengur iðulega undir nafninu „Stubbastrætó“ enda tilvalinn kostur til að ferja nokkra fjöruga stubba í sund.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts