Íslendingar eru að upplifa alveg nýja útgáfu af kosningabaráttu til embættis forseta Íslands. Fleiri eru kallaðir en tíðkast hefur og ný nöfn dúkka upp, nær því daglega, á samskiptavefjum og þá helst Facebook. Og guð hjálpi þeim sem treysta sér út í foraðið því netverjar stökkva á hugsanlega frambjóðendur líkt og rándýr á berskjaldaða bráð.

Þessar nýju aðstæður verða athafnamanninum Einari Bárðarsyni umhugsunarefni og hann segir – á Facebook að sjálfsögðu:

„Það er kallað eftir frambjóðanda sem verður að vera mjög þekktur og klár. Hann má samt ekki hafa grætt neitt, því þá er hann skíthæll og hann má ekki hafa tapað neinu því þá eru augljóslega aumingi. Hann heldur ekki þekkja neinn því þá fer hann þetta á klíkuskap og þrátt fyrir að hafa aldrei grætt neitt má hann augljóslega ekki þiggja peninga frá neinum til að fjármagna framboðið. Hann þarf að opna bókhaldið sitt, hann má ekki hafa verið fullur á skólaballi þegar hann var í menntó og aldrei hafa látið hafa neitt eftir sér nokkurstaðar á allri sinni lífs leið sem truflar skoðanir nokkurs manns. Hægri eða vinstri, lítill eða stór – allir verða fávitar á samfélagsmiðlum um leið og þeir bjóða sig fram. Meira að segja Jésu kristur yrði hakkaður í spað bara að því hann er auðvitað …. sonur pabba síns.“
Frambjóðendur í síðustu forsetakosningum fengu sinn skerf og ekki verður það minna núna. Allt er tínt til og það er svo sem ekkert nýtt: Vigdís Finnbogadóttir fékk ýmislegt yfir sig í kosningabaráttu sinni á sínum tíma, til dæmis það að hún væri einstæð móðir, og Kristján Eldjárn líka; gott ef eiginkonu hans var ekki talið til vansa að hafa sést í Hagkaupsslopp heima hjá sér o.s.frv.

Séð og Heyrt óskar öllum forsetaframbjóðendum góðs gengis og þakkar þeim fyrir fram fyrir að taka slaginn því allt gerir þetta lífið skemmtilegra, eins og Séð og Heyrt í hverri viku og allan sólarhringinn á Netinu.

eir’kur j—nsson

Eiríkur Jónsson

Related Posts