Hjúkrunarfræðingurinn Margrét Sjöfn Torp (43):

Andri Snær Magnason rithöfundur er í framboði til forseta Íslands. Hann er þrátt fyrir ungan aldur búinn að skapa sér nafn á Íslandi og víðar. Færri þekkja þó eiginkonu hans, Margréti Sjöfn Torp hjúkrunarfræðing, en hún tekur virkan þátt í kosningabaráttunni. Nafnið Torp hljómar kunnuglega en systir Margrétar er hin geðþekka flugfreyja Sunneva Torp sem starfar hjá WOW air.

Norræn „Eftirnafnið er frá pabba, en hann er danskur og færeyskur. Við erum þrjár systurnar, ég er elst. Hanna systir er í sérnámi í heimilislækningum og Sunneva er flugfreyja og við erum mjög nánar,“ segir Margrét Sjöfn Torp sem er hjúkrunarfræðingur og starfar sem verkefnastjóri á Landspítalanum.

andri snær

STEFNA Á BESSASTAÐI: Andri Snær Magnason og eiginkona hans, Margrét Sjöfn Torp, brostu sínu breiðasta í útgáfuteiti hjá Tunglútgáfu, þar sem nýrri bók eftir Andra Snæ „Lególand-leiðarvísir“ var fagnað. Margrét var smekklega til fara og var klædd í bláleita slá frá Andreu.

Margrét bjó fyrstu ár ævi sinnar í Danmörku en flutti svo í Kópavoginn en þaðan lá leiðin í Garðabæinn þar sem foreldrar hennar búa enn. Hún gekk í Kársnesskóla og Þinghólsskóla.

„Ég lauk grunnskólanum í Kópavogi þrátt fyrir að við værum flutt í Garðabæ, það tók því varla að skipta um skóla.“ Margrét Sjöfn og Andri Snær eiga þrjú börn og því er í ýmsu að snúast, eins og gengur á stóru heimili.

„Ég er í skutlinu á daginn, eins og aðrir foreldrar. Ég er stolt Suzuki-mamma og fylgi dætrunum eftir í víólu- og sellótíma. Tónlistarlegt uppeldi mitt fékk ég hjá Þórunni Björnsdóttur í skólakór Kársness það er nú allt og sumt. Ég brest nú ekki í sólósöng en ég er ágæt í hópi,“ segir Margrét glettinn.

Frambjóðendur til forseta Íslands mega eiga von á því að kastljós fjölmiðlanna beinist ekki einungis að þeim sjálfum heldur verður því einnig beint að fjölskyldunni.

torp

ÁÐUR FYRR: Sunneva Torp með Matthíasi Imsland þáverandi forstjóra Iceland Express en þau eignuðust barn saman.

„Vissulega huga ég meira að því hvernig ég klæði mig en áður. Ég blanda gjarnan saman íslenskri hönnun og klassískum stíl. Ég er hrifin af hönnun Andreu og hef verslað við hana í gegnum tíðina.
Börnin eru vön athyglinni, þau þekkja ekkert annað en að vera börn Andra og því hefur framboðið ekki nein meiri áhrif á þau þannig. Ég mun taka mér sumarfrí í júní er nær dregur kjördegi. Framboðið er spennandi verkefni og gaman að taka þátt í þessu,“ segir Margrét Sjöfn sem verður ef til vill næsta forsetafrú Íslendinga.

 

torp

LITLA SYSTIR: Sunneva Torp, flugfreyja hjá WOW air, er eitt þekktasta andlit íslenska flugflotans – lengst til hægri. Hún er yngsta systir eiginkonu Andra Snæs.

 

andri snær

KOSNINGASTJÓRINN: Grímur Atlason athafnamaður fylgist grannt með í útgáfuteitinu en hann er kosningastjóri Andra Snæs. Helga Vala Helgadóttir lögfræðingur, eiginkona Gríms, fylgdist með af athygli.

Séð og Heyrt – út um allt!

 

Related Posts