Guðmundur Rafn Geirdal (55):

Guðmundur Rafn Geirdal var í viðtali við Séð og Heyrt fyrir 20 árum og var þá á leiðinni í forsetaframboð. Guðmundur talaði um skírlífi sitt og leið hans til að frelsa mannkyn og fátt hefur breyst á þessum árum.

20 ÁR: Guðmundur var í viðtali við Séð og Heyrt fyrir 20 árum.

20 ÁR: Guðmundur var í viðtali við Séð og Heyrt fyrir 20 árum.

Íhugar framboð „Jú, það hefur hvarflað að mér, ég hef hugsað mikið um það. Stefnuskráin hjá mér væri í raun bara að mæta til vinnu og sinna öllum verkefnum,“ segir Guðmundur, spurður hvort hann ætli sér í forsetaframboð aftur.

„Nýr forseti þarf í raun að gera sér grein fyrir því hvað Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði árið 1996 en það var að forseti Íslands væri miðjan í stjórnskipun landsins sem þýðir að þegar hann tekur við embætti er hann búinn að taka á sig valdastöðu þess sem áður var konungurinn í Danmörku og þýðir að hans meginvald felst í því að þegar hann er að skrifa undir þessi lög og beita neitunarvaldinu þá er hann að beita raunverulegu valdi eins og Ólafur hefur sýnt í sinni forsetatíð.

Einnig hefur komið fram að forsetinn hefur annað vald en hann getur rekið og ráðið sérhvern þann ráðherra sem honum þóknast og því myndi ég beita tvímælalaust en þá þarf ég næga meðmælendur með mér,“ segir Guðmundur.

GÓÐUR: Guðmundur íhugar framboð til forseta og er stoltur Íslendingur.

GÓÐUR: Guðmundur íhugar framboð til forseta og er stoltur Íslendingur.

Skírlífi síðan 1990

Guðmundur talaði um það fyrir tuttugu árum að hann stundaði skírlífi og vonaðist til að gera það ævilangt og það hefur gengið eftir, hingað til.
„Já, ég stundaði skírlífi á þessum tíma, þá var ég allur í jóga og var undir ákveðnum gúru sem stundaði þetta á fullu með sínum lærisveinum og það var ákveðinn tilgangur með þessum æfingum. Það sem verður hjá fólki sem stundar kynlíf er að þegar karlmaður fær sáðlát þá dregur það úr honum ákveðna lífsorku. Til þess að ná fullkominni stjórn á öllu þá þarf að spara lífsorkuna sem felur meðal annars það í sér að stunda ekki kynlíf.“

„Þetta var í raun ekkert kynlífssvelti hjá mér heldur einungis tilraun Íslendings til að gá hvort þetta gerir eitthvert gagn. Ég var að æfa ákveðnar æfingar og þá gerðist það sem var sagt að væri hægt. Ég náði stjórn á lífsorkunni en þetta var ekki eitthvað sem ég þurfti endilega að gera að eilífu. Ég stundaði aldrei skírlífi að mínu mati, heldur æfingar í átt að skírlífi en það virkaði þannig að ég hef ekki verið við konu kenndur frá 1990. Æfingarnar voru stundaðar af nægilegum krafti í nægilegan tíma, þannig að það var bara lokað og læst,“ segir Guðmundur.

Trúir á Ísland

Guðmundur talaði um að frelsa mannkynið og sú hugsun hefur ekki breyst að öllu leyti. Hann segist ekki vera mjög trúaður heldur þyrsti hann fyrst og fremst í þekkingu.

„Munurinn á því hvernig maður hugsaði á þessum tíma og núna er mikill. Maður þarf ekki annað en að líta á ástandið í Sýrlandi til að sjá að það er allt að stefna í nýja heimsstyrjöld. Mér sýnist allt benda til þess að það séu að aukast átakalínur sem stefna í heimsstyrjöld frekar en heimsfrið.
Ég er nú alveg hlutlaus til trúar. Það er mikið af trúuðu fólki í samfélaginu og ég virði það en ég myndi kalla mig alfræðibókarsinna, ég vil vita allt frá a-ö og skilja sem mest. Ég myndi bara fletta upp og gá hvort ég myndi tengja við einhver trúarbrögð ef sá gállinn væri á mér. Ef það ætti að stunda einhverja trú á Íslandi þá væri það þjóðernistrú. Fólk ætti að hylla forsetann, syngja þjóðsönginn, trúa á fánann sinn og hrópa þrefalt húrra.“

En má búast við forsetaframboði frá Guðmundi?

„Ef það berast 1500 meðmæli þá er þjóðin búin að skora á mig og þá tek ég slaginn.“

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts