Knattspyrnugoðsögnin Guðjón Þórðarson (59) kominn í endurmenntun:

guðjón þórðar

MEÐ SKÓLATÖSKUNA: Námið í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun á kannski eftir að skila gamla knattspyrnuþjálfaranum starfi við hæfi.

Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðarson var að taka lokapróf sitt í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun hjá endurmenntastofnun Háskóla Íslands en hann hefur verið atvinnulaus á þriðja ár síðan hann hraktist frá Grindavík.

Gefst ekki upp „Það hefur verið lítið um tilboð. Síminn er ekki síhringjandi,“ segir Guðjón léttur í bragði, þrátt fyrir allt, á leið í prófið með skólatösku og allt.

Guðjón verður sextugur seinna á árinu og telur ekki loku fyrir það skotið að hann sé fórnarlamb aldursfasisma miðað við þær viðtökur sem atvinnuumsóknir hans hafa fengið en þær eru orðnar margar.

„Þegar þú ert kominn yfir fimmtugt skiptir ekki lengur máli hvað þú ert gamall. Það skiptir máli hvernig þér líður, hvernig þú ert á þig kominn og ég er í toppstandi.“

Víða hefur Guðjón Þórðarson farið á löngum þjálfunarferli, bæði innanlands og utan. Um tíma var hann í Bretlandi og gerði það gott. Þá hefur landsbyggðin á Íslandi notið góðs af hæfileikum hans svo ekki sé minnst á öll stórliðin á suðvesturhorninu.

Nú býr Guðjón í Grafarvogi ásamt sambýliskonu sinni, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, sem er átta árum yngri en hann og í Grafarvoginum kunna þau vel við sig:

„Héðan get ég horft upp á Skaga og það hef ég fram yfir Skagamennina,“ segir Guðjón sem einmitt hóf ferilinn á Akranesi og framhaldið þekkja flestir.

guðjón þórðar

YNGRI: Guðjón Þórðarson í Englandi þar sem hann gerði garðinn frægan á stórvöllum fyrir framan tugþúsundir áhorfenda.

 

Nýtt Séð og Heyrt í hverri viku og allan sólarhringinn á netinu!

Related Posts