Lilja Pálmadóttir (48) fyrir 30 árum:

Þokkadísin og athafnakonan Lilja Pálmadóttir hefur lengi borið af kynsystrum sínum hér á landi í fegurð og það byrjaði snemma.

lilja 3

NÚNA: Lilja með eiginmanni sínum, Baltasar Kormáki, í Hollywood.

Árið 1985 var Lilja kjörin fulltrúi Íslands til þátttöku í fyrirsætukeppni hins heimsþekkta Ford fyrirtækis undir alþjóðlega heitinu Face Of The Eighties.

„Ég er eiginlega á móti fegurðarsamkeppnum,“ sagði Lilja í viðtali í tímaritinu Samúel eftir kjörið og bætti við: Ástæða þess að ég tók þátt í þessri keppni var sú að stelpa í mínum bekk, Sif Sigfúsdóttir, sem einnig tók þátt í keppninni, gekk fast á eftir mér að vera með. Mér leist ekkert á þettu í fyrstu en lét undan að lokum.“

Þá er Lilja spurð um áhugamál sín:

„Allir hraðskreiðir og fallegir bílar. Það má segja að ég sé að safna mér fyrir einum slíkum. Þó held ég ekki að ég hafi áhuga á ralli eða slíku. Annars hef ég líka áhuga fyrir hestum og við pabbi eigum tvo saman.“

Séð og Heyrt – nú og þá!

 

Related Posts