Brandarar vikunnar eru komnir í hús.

– Þjónn, ertu með blómkálssúpu eins og konan mín gerir alltaf?

– Já, auðvitað.

– Þá tek ég frekar baunasúpuna.

 

 

Anna var á leiðinni heim úr langri viðskiptaferð. Hún var að keyra í gegnum Arizona þegar hún sá gamla indíánakonu ganga í vegkantinum. Anna ákvað að bjóða þeirri gömlu far og stöðvaði bílinn. Indíánakonan þakkaði pent fyrir sig og settist upp í bílinn. Þegar þær höfðu talað saman um hitt og þetta smávægilegt tók indíánakonan eftir brúnum bréfpoka við hliðina á bílstjórasætinu.indian3

– Hvað er í pokanum? spurði gamla konan.

– Það er vínflaska. Ég fékk hana fyrir eiginmann minn.

Sú gamla þagði smástund en sagði svo: – Það voru góð skipti.

 

 

Maður einn stillti reiðhjólinu sínu upp við staur á götuhorni. Lögregluþjónn sem stóð á gangstéttinni hinum megin við götuna gekk til hans og sagði: – Þú mátt ekki hafa hjólið þitt hérna. Forsetinn getur komið á hverju augnabliki úr þessu.

– Það er allt í lagi, ég er búinn að læsa hjólinu mjög vel.

 

 

Nemandi úr Samvinnuskólanum á Bifröst sótti um vinnu sem afgreiðslumaður í kaupfélagi úti á landi. Þetta var svona alvöru kaupfélag þar sem hægt var að fá allt milli himins og jarðar. Kaupfélagsstjóranum leist vel á piltinn þótt hann væri ungur og óreyndur og ákvað að taka hann til reynslu. Hann sagði honum að mæta morguninn eftir og síðan myndi hann koma um kvöldið og athuga hvernig hefði gengið. Kvöldið eftir spurði hann unga manninn hvað hafði hann afgreitt marga viðskiptavini þennan fyrsta dag. – Bara einn, svaraði pilturinn. Þetta fannst kaupfélagsstjóranum ekki mikið en spurði hvað hann hefði selt fyrir mikið.

-Fimm milljónir, eitt hundrað, níutíu og þrjú þúsund, svaraði afgreiðslumaðurinn.

– Hvað seldirðu honum eiginlega? spurði kaupfélagsstjórinn hissa.other-man-fishing-backgrounds-wallpapers

– Jú, sjáðu til, sagði sá ungi. – Fyrst seldi ég honum lítinn öngul, síðan seldi ég honum miðlungsstóran öngul, þá stóran öngul, svo veiðistöng og síðan spurði ég hann hvar hann ætlaði að veiða. Hann sagðist ætla að veiða í vatninu og þá sagði ég honum að hann þyrfti bát og seldi honum plastbát með 40 hestafla utanborðsmótor. Þá sagði maðurinn að hann gæti aldrei flutt bátinn á Daihatsu-inum sínum svo ég fór með hann í véladeildina og seldi honum nýjan Land Rover.

Nú var andlitið hálfdottið af kaupfélagsstjóranum og hann sagði:

– Maðurinn kemur hér inn til að kaupa einn lítinn öngul og þú selur honum bæði bát og bíl!!

– Nei, nei, sagði afgreiðslumaðurinn. Hann kom hingað til að kaupa dömubindi handa konunni sinni og ég sagði við hann að fyrst að helgin væri hvort eð er ónýt hjá honum væri eins gott fyrir hann að fara að veiða.

 

 

 

Maður kom til sálfræðings. – Konan mín neyddi mig til að koma til þín. Mér þykir leitt að eyða tíma þínum, sagði hann við sálfræðinginn.

– Nú, af hverju telurðu að þú sért að eyða tíma mínum?

– Vegna þess að við hjónin eigum ekki í neinum erfiðleikum nema það að hún kann ekki að meta smekk minn á sokkum.x250-1ed7a5a57bf26c6af40f74fdd88738b5

– Nú, hvernig sokka fílarðu?

– Með tíglamynstri.

– Ég fíla líka sokka með tíglamynstri, sagði sálfræðingurinn.

– Í alvöru, með olíu og ediki og skvettu af sítrónu?

 

 

 

Kalli kúreki ætlaði að fjárfesta í slysatryggingu og var spurður hvort hann hefði lent í einhverjum slysum nýlega.

– Nei, sagði Kalli, en í fyrra þá sparkaði naut í hausinn á mér og skröltormur beit mig í höndina.

– Já, en það eru slys, segir tryggingasalinn.

– Nei, helvítis kvikindin ætluðu sér að gera þetta!

6a00e54ed77640883301a3fcc58823970b

 

 

Þrír menn lentu í umferðarslysi. Dauðinn vitjaði þeirra og spurði þá hvers þeir myndu helst óska að ástvinir þeirra segðu um þá.

Sá fyrsti var læknir og hann sagði: – Ég vona að þeir segi að ég hafi verið samúðarfullur og vel þjálfaður græðari.

Sá næsti var kennari og hann sagðist mundi vilja að fólk segði hann hafa verið tillitssaman og hæfileikaríkan kennara.

Sá þriðji var smiður og hann sagði: – Ég vona að þeir segi – hey, hann hreyfist!

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts