Sverrir Einar Eiríksson (44) og Sveinn Hjörtur Guðfinnsson (44) flytja inn víkingaskip:

Víkingaskipið Drakar var smíðað í Brasilíu árið 2007 af víkingaskipaáhugamanninum Roberto. Skipið liggur nú upp við strendur Trínidad og Tóbagó og býður þess að sigla til Íslands.
Siglum til Íslands „Skipið var smíðað í Brasilíu úr besta viði sem hægt er að fá. Skipið smíðaði Roberto sem er brasilískur áhugamaður um víkingaskip og hans stærsti draumur var að koma því til Skandinavíu. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson hafði samband við mig því hann hafði áhuga á að koma skipinu til landsins þannig að við ákváðum að kanna þetta. Sveinn er á leiðinni til Trínidad og mun undirbúa skipið og sigla svo heim,“ segir Sverrir.

Tvö hundruð og fimmtíu milljónir

„Við skoðuðum allar hliðar á málinu og komumst að því að það myndi kosta um 250 milljónir króna að smíða skipið. Það rétta í stöðunni var að kaupa skipið því það er mun ódýrara. Við áætlum að ferðin frá Trínidad muni taka í kringum tvo mánuði. Sveinn mun sigla því meðfram ströndum Norður-Ameríku og siglir svo frá Kanada til Íslands. Þetta verður hörkuferð og mjög spennandi. Við áætlum tveggja mánaða ferð en það mun þó fara eftir veðri hversu langan tíma þetta tekur,“ segir Sverrir aðspurður um ferðina.

Hrafn hefur áhuga

ÿØÿà

ALLT AÐ VERÐA TILBÚIÐ: Sveinn Hjörtur og Sverrir eru með allt klárt og nú þarf Sveinn bara að sækja skipið.

„Hugmyndin hjá okkur er að nota skipið til að sigla með innlenda og erlenda ferðamenn og sýna þeim hvernig alvöru víkingaskip lítur út. Það hafa samt nokkrir aðilar haft samband við okkur vegna skipsins. Hrafn Gunnlaugsson er til dæmis mjög áhugasamur um skipið og vill nota það í kvikmynd hjá sér. Svo hafði einn öflugasti kvikmyndagerðamaður landsins samband við okkur en hann vill ekki koma fram undir nafni og við höldum því bara þannig,“ segir Sverrir en líklegt þykir að hann sé þarna að ræða um Baltasar Kormák.

Víkingaskip

FIMMTÍU TONN: Víkingaskipið Drakar er svo sannarlega fallegt og risastórt. Skipið er 50 tonn að þyngd, 24 metrar á lengd og um 12 metrar á breidd. Drakar var smíðað árið 2007 og kemst á um 7-8 mílna hraða á vélaraflinu einu saman en blási vindur í seglin getur hraðinn tvöfaldast.

 

Related Posts