Skúli Mogensen (47) er á fljúgandi ferð:

Söngvakeppni sjónvarpstöðvanna er alltaf vinsæl og fleiri horfa en vilja viðurkenna. Allir hafa skoðanir á lögunum sem keppa, sitt sýnist hverjum en allir eiga sitt uppáhaldslag. Hvað ef Skúli Mogensen væri Eurovision lag?

júró

FLY ON THE WINGS OF LOVE: Olsen bræður sungu um ástina og fönguðu hug og hjörtu Evrópubúa. Skúli Mogensen flýgur vítt og breytt um heiminn með ást í vængjum WOW.

Olsen-bræðurnir, Jörgen og Niels, stigu hæverskir á svið vopnaðir gíturum og sungu lagið um ástarflugið með innlifun og angurværð. Þeir sigruðu í keppninni aldamótaárið 2000, karlmenn á besta aldri með einfalt og látlaust lag sem bræddi áhorfendur

Skúli Mogensen flýgur hátt til himins með flugfélaginu sínu, WOW air. Nýverið bætti hann þotum við flotann sinn og stefnir á að efla félagið og bæta enn frekar við framboðið. Nýjasta fleygið  í flotanum fékk nafnið TF-GAY.  Ástamál Skúla hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum og þar hefur hann svifið á vængjum ástarinnar en milllenti nýlega og hver veit nema að hann hefji sig til flugs á ný með hækkandi sól.

Sjáið Eurovisionlög fræga fólksins í Séð og Heyrt!

Related Posts