Rakel Ósk (29) saknaði vatnsins:

Rakel Ósk

GEFST EKKI UPP: Rakel tók aftur þátt í aprílkeppninni um Side 9 pigen en komst því miður ekki áfram.

Fyrirsætan Rakel Ósk vakti mikla athygli þegar hún komst í topp 5 í keppninni Side 9 pigen í danska Ekstra blaðinu sem fer víða.

Komin með skrifstofustarf „Þetta byrjaði þannig að ljósmyndarinn sem tekur myndirnar af stelpunum hafði samband við mig. Fyrst var ég smáefins því það er leiðinlegur orðrómur sem fylgir stelpunum sem taka þátt í þessu. Svo hvarf spéhræðslan og ég ákvað að láta slag standa,“ segir fyrirsætan Rakel Ósk sem sýnir óhrædd nekt sína á ögrandi en fallegum myndum.

Rakel hefur nú vent kvæði sínu í kross og er flutt til Íslands eftir að hafa búið í Danmörku í tíu ár. „Ég ákvað að það væri kominn tími til að flytja heim aftur. Ég var byrjuð að sakna fjölskyldunnar, vinanna og íslenska vatnsins. Tíminn í Danmörku er búinn að vera frábær og það hefur verið gott að upplifa danska sumarið.“

Rakel lærði skrifstofustjórnun með áherslu á bókhald í Danmörku og er nú komin með starf hjá Orange Project. „Mér líkar mjög vel í vinnunni,“ segir Rakel.

Rakel Ósk

FLOTT: Rakel flott sem jólastelpa.

Rakel stefnir á að taka aftur þátt í keppninni um að birtast á síðu níu í Ekstra Bladet. „Það er hægt að taka þátt á tveggja mánaða fresti. Ég og ljósmyndarinn náum vel saman, þannig að ég fer pottþétt aftur til hans þegar ég kem til Danmerkur næst.“

Aðspurð hvort Rakel eigi kærasta vill hún lítið tjá sig um þau mál. „Ég er ekki á markaðnum eins og er. Ég er nýbyrjuð að hitta strák þannig að ég er ekki tilbúin að setja neinn merkimiða á það strax,“ segir Rakel og brosir.

Myndir: Covermodel.dk

 

Related Posts