Sigrún Jóhannesdóttir (46), framkvæmdastjóri FÍA, Félags íslenskra atvinnuflugmanna, var í skýjunum með afmælisfagnaðinn:

Sjötíu ára afmæli Félags íslenskra atvinnuflugmanna var haldið með pomp og prakt í Gamla bíó á stofndegi félagsins, upp á dag, en hinn þriðja desember 1946 var boðað til stofnfundar á Hótel Winston við Nauthólsvík og hófst fundurinn klukkan níu að kvöldi. Skýrt var að tilgangur og hlutverk félagsins væri að stofna stéttarfélag en ekki félag áhugamanna um flug. Fimm manna stjórn var kosin og voru félagsmenn skráðir 30 á þessum fyrsta fundi FÍA. Nú, 70 árum síðar, eru skráðir félagsmenn tæplega 1000.

70 ára afmælisveisla FÍA

BOMBARDIER: Guðjón H. Gunnarsson, flugstjóri og meðstjórnandi í stjórn FÍA, Sigrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri FÍA, Valur Hlíðberg, formaður orlofsnefndar FÍA, Kjartan Jónsson, flugmaður hjá Icelandair og varaformaður FÍA. Örnólfur Jónsson, flugstjóri hjá Icelandair og formaður FÍA, og Guðmundur Már Þorvarðarson, gjaldkeri FÍA og flugstjóri, voru alsæl með afmælisfögnuðinn

 

Hátíð „Það er einróma niðurstaða að afmælisfagnaðurinn hafi lukkast vel í alla staði. Salurinn var svo fallegur og sérstaklega á þessum árstíma. Hátíðleg stemning, veitingar afbragð og þjónusta til fyrirmyndar. Stórglæsileg veisla. Um þrjú hundruð og fimmtíu manns komu og samglöddust í tilefni afmælisins. Sérstaklega var gaman að sjá fulltrúa frá aðildarfélögum og samstarfsfélögum FÍA, innlendum sem erlendum. Allir gáfu sér stund í annars annasömum mánuði,“ sagði Sigrún og brosti hringinn. „Það er svo gaman að sjá þennan hóp saman. Gleði og væntumþykja eru orð sem koma upp í hugann þegar þessi hópur hittist sem hefur einstaklega gaman af því að koma saman.“

ÿØÿá]TExif

LOFTLEIÐIR: Jóhann Sigfússon, fyrrum flugstjóri hjá Icelandair, og eiginkona hans, Gunnvör Valdimarsdóttir, skemmtu sér vel.

70 ára afmælisveisla FÍA

DOUGLAS DC-8: Harald Snæhólm og Óskar Guðjón Jóhannsson störfuðu báðir sem flugstjórar hjá Icelandair í fjölda ára og nutu endurfunda með gömlum og nýjum félögum.

70 ára afmælisveisla FÍA

FOKKER: Kolbeinn Ingi Arason, fyrrverandi flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands, ásamt Tryggva Baldurssyni, fyrrum flugstjóra hjá Icelandair, þar sem þeir tóku þátt í gleðinni í Gamla bíó.

70 ára afmælisveisla FÍA

FLUGKONUR OG FRAMKVÆMDASTJÓRI: Þær skemmtu sér vel saman, Sigrún Bender, flugmaður hjá Icelandair og stjórnarmaður í FÍA, Snædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri Eftirlaunasjóðs FÍA (EFÍA), Sara Hlín Sigurðardóttir, flugmaður hjá Icelandair, og Sigríður Einarsdóttir flugstjóri sem er jafnframt fyrsta íslenska konan sem fékk atvinnuflugmannsskírteini og vinnu sem atvinnuflugmaður hjá Icelandair.

70 ára afmælisveisla FÍA

CATALINA: Rúnar Guðbjartsson í góðum félagsskap sonardóttur sinni, Kristrúnar Rose Rúnarsdóttur. Hann er fyrrverandi flugmaður og flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands og Flugleiðum. Gaman er að segja frá því að Guðbjartur flaug Catalina-flugbátum, DC3- og F27-flugvélum innanlands.

70 ára afmælisveisla FÍA

BOEING: Gleðin var í fyrirrúmi hjá þeim Lárusi B. Lárussyni flugstjóra hjá Icelandair, Vali Hlíðberg, flugstjóra hjá Flugfélagi Íslands, Völu Rós Ingvarsdóttur, Guðlaugi Inga Sigurðssyni, flugstjóra hjá Atlanta og Sjöfn Þórðardóttur.

70 ára afmælisveisla FÍA

GLEÐIGJAFINN: Sigrún var kampakát og afar ánægð með afmælisfögnuðinn.

70 ára afmælisveisla FÍA

FLUGLEIÐIR: Það var grín og glens hjá þeim Rósu Þorsteinsdóttur og manni hennar, Árna Sigurðssyni, fyrrverandi flugstjóra hjá Icelandair.

Séð og Heyrt á fljúgandi ferð.

Related Posts