Tolli Morthens (61) úr Kjósinni niður á Granda:

 

tolli 2

VÍGALEGUR: Tolli var vígalegur á nýja staðnum fyrir framan nýtt verk.

Myndlistarmaðurinn Tolli Morthens yfirgaf sveitasæluna sína í Kjósinni ekki alls fyrir löngu en þar hélt hann heimili og vinnustofu. Hann hefur nú komið sér fyrir í rúmgóðu húsnæði niðri á Granda. Þangað bauð hann vinum, velunnurum og vandamönnum til þess að sýna þeim aðstöðuna og að sjálfsögðu verkin sem nú skreyta veggina þar. Einn gestanna hafði á orði að þarna væru samankomnar allar glæsilegustu konur landsins og ríkustu karlarnir og sjálfsagt má það til sanns vegar færa. Í það minnsta þvertekur Gísli Guðmundsson, aðalræðismaður Suður-Kóreu á Íslandi, ekki fyrir það en hann var að sjálfsögðu mættur til Tolla, fornvinar síns.

tolli 3

FLOTT FRÆNKA: Gréta Morthens, dóttir Bubba og Brynju, leit við hjá frænda sínum.

Magnaður „Ég fór nú á fyrsta málverkauppboðið mitt sjö ára gamall með móður minni og þar kom Kjarval askvaðandi inn,“ segir Gísli. „Ég vil nú ekki vera neikvæður enda Tolli mikill vinur minn og ég hef þekkt þá bræður lengi en ég hefði viljað sá yfirlitssýningu á verkum Tolla þarna. Það hefði verið gaman að sjá saman komin verk frá hinum ýmsu skeiðum og þroskastigum þessa mikla listamanns.“

tolli5

SÆTAR SAMAN: Guðný Íris Magnúsdóttir eiginkona Tolla, og Brynja hans Bubba – fyrrverandi.

tolli 4

Í STÍL: Sveinn Andri lögmaður mætti í nýrri úlpu sem kallaðist vel á við myndirnar í lit.

Gísli segir húsnæðið hjá Tolla allt hið glæsilegasta og hann óskar vini sínum innilega til hamingju með flutninginn og segist reikna með að fá að sjá yfirlitssýninguna þar síðar. Gísli átti lengi vel bílaumboðið Bifreiðar og landbúnaðarvélar og hann telur víst að fyrirtækið eigi enn tvö verk eftir Tolla. „Ég tók af honum tvö málverk upp í bíl sem hann var að hjálpa Kristni, föður sínum, að kaupa og ég geri ráð fyrir að þau séu enn í eigu fyrirtækisins.

Related Posts