Stundum er fyrsta farrými ekki nóg fyrir fína og fræga fólkið og þá er bara eitt í boði, að fjárfesta í einkaþotu. Þessar þotur eru engin smásmíði og verðmiðinn eftir því. Hvort sem þær eru skreyttar með gulli, stórar, litlar, gamlar eða nýjar þá eiga þær það sameiginlegt að lúxusinn og þægindin eru í fyrirrúmi.

 

FLUGMAÐURINN

7574326

John Travolta (62) flýgur sjálfur:

Actor John Travolta's airport home in Florida

Stórleikarinn John Travolta er eflaust frægasti flugmaður í heimi. Leikarinn á hvorki meira né minna en sjö flugvélar en þar á meðal má finna Boeing 707, Bombardier Challenger 601, Boeing 727 og þrjár Gulfstream-þotur. Leikarinn er mjög fær flugmaður og flýgur alla jafna þotunum sínum sjálfur. Þá hefur hann einnig breytt veröndinni hjá sér í flugskýli.

 

 

ALVEG EINS 

oprah-winfrey rifftrax-_steven_spielberg "Veronic Voices" Show Premiere At Bally's Las Vegas - Arrivals                                                                                                       

Oprah Winfrey (62), Celine Dion (48) og Steven Spielberg (69) eiga eins þotu:     

oprah-spielberg-dion                                                                                                                    

Oprah, Celine Dion og leikstjórinn Steven Spielberg eru sannkallaðir hákarlar þegar kemur að skemmtanabransanum. Oprah er þekktust sem drottning sjónvarpsins, Celine Dion er einhver alvinsælasta söngkona heims og kvikmyndir Steven Spielbergs eiga ákveðinn stað í hjörtum flestra. Þau eiga þó eitt annað sameiginlegt og það er að öll eiga þau einkaþotu af gerðinni Global Express XRS sem kostar litlar 42 milljónir dollara sem gera um 4,9 milljarða íslenskra króna.

 

 

„VENJULEGA“ ÞOTAN   

U.S. actor Tom Cruise poses for photographers at a British screening of the film "Mission Impossible: Rogue Nation" in London, Britain                                                                                             

Tom Cruise (54) á G4:     

cruise                                                                                       

Einn vinsælasti hasarleikari síðustu ára, Tom Cruise, á að sjálfsögðu einkaþotu. Tom fer þó ekki ótroðnar slóðir með sinni þotu en hann á eitt stykki af G4, Gulfstream-þotu, sem er mjög vinsæl á meðal ríka og fræga fólksins en hún kostar 36 milljónir dollara en það eru rúmlega fjórir milljarðar króna.

 

 

LITRÍKI EIGANDINN   

Sports Day                                                                                     

Mark Cuban (58) fílar stórar vélar:              

cuban                                                  

Athafnamaðurinn Mark Cuban, sem er meðal annars eigandi körfuboltaliðsins Dallas Mavericks, er ótrúlega litríkur karakter. Hann elskar að vera miðpunktur athyglinnar og hvert sem hann fer er fjör. Það er því ekki við öðru að búast en að Cuban fljúgi um í klassavél en hann fjárfesti í Boeing-þotu fyrir 144 milljónir dollara sem eru hvorki meira né minna en 17 milljarðar króna. Þetta er þó bara klink fyrir Cuban og alls ekki eina þotan hans því hann á aðra Boeing-vél og þrjár Gulfstream-þotur.

 

 

UNDIR PARI  

151207_snut_tiger-woods-career-human-jpg-crop-promo-xlarge2                                                                                                             

Tiger Woods (40) á geggjaða G5:      

tiger-woods                                                                           

Tiger Woods var eitt sinn óstöðvandi þegar kom að því að spila golf. Hann var langbesti golfari heims áður en persónuleg vandamál hans tóku yfir en þrátt fyrir það sem Tiger hefur gengið í gegnum í fjölskyldulífinu á hann enn nóg af peningum og lifir hátt. Fyrrum besti golfari heims er ekkert að fara að ferðast um með Easy Jet heldur á hann hreint út sagt geggjaða Gulfstream G550, hlaðna lúxus og þægindum, sem fæst á 53 milljónir dollara eða um sex milljarða króna.

 

 

GULL ÚT UM ALLT                

donald-trump                                                                                

Donald Trump (70) lifir hátt:                   

trump-jet                                                   

Forsetaefni repúblikana, auðjöfurinn Donald Trump, lifir svo sannarlega hátt og hefur gert það síðustu áratugi. Hann er einn allra áhugaverðasti maður heims og hefur gert það gott í viðskiptalífinu. Trump-nafnið er hans vörumerki og með því skreytir hann byggingar sínar og að sjálfsögðu flugvélina sína en þar er um að ræða eina glæsilegustu flugvél heims. Boeing 757-vél Trumps hefur allan þann lúxus sem hægt er að ímynda sér. Trump elskar gull og sýnir það bersýnilega í þotunni sinni en inni í henni er nánast allt skreytt gulli. Hnífapörin eru úr gulli og jafnvel sætisólaslíðrin eru einnig úr gulli. Það mætti færa ágætisrök fyrir því að ef Trump skyldi ná kjöri sem forseti Íslands væri hann að fara niður á við hvað varðar klassa í flugvélum en þótt vélin hans kosti „aðeins“ 100 milljónir dollara, 11,6 milljarða króna, sem er einn fjórði af því sem Air Force One-vél forseta Bandaríkjanna kostar er lúxusinn töluvert meiri hjá Trump.

 

 

SÚ ALLRA FLOTTASTA                                     

president_barack_obama                                               

Barack Obama (55) er á forsetavélinni:           

maxresdefault                                                  

Forseti Bandaríkjanna þarf að geta stokkið upp í vél hvenær sem er og þá dugir ekkert slor. Air Force One-vélin er einhver fullkomnasta flugvél allra tíma. Sú sem er í notkun þessa stundina er Boeing 747-200B og kostar allt í allt um 400 milljónir dollara í framleiðslu, sem gera um 46 milljarða króna. Þessi flugvél er í raun Hvíta húsið í háloftunum þar sem forsetinn hefur allt sem hann þarf til að stjórna landinu. Það er heldur ekki til öruggari flugvél en hún er útbúin öllum þeim öryggisbúnaði sem þú getur ímyndað þér.

 

 

GRÍN Á G5                 

111de525-816e-4162-a0ea-fa4b1b12f7ba                                                                                                  

Jim Carrey (64) á G5:                       

OLYMPUS DIGITAL CAMERA                                                                  

Jim Carrey er einn vinsælasti og frægasti gamanleikari heims. Hann hefur leikið í fjölda kvikmynda og munar ekkert um það að kaupa sér eina Gulfstream 5-vél á 60 milljónir dollara, sjö milljarða króna. Leikarinn elskar einkaþotuna sína enda varla annað hægt þegar maður ferðast með þessu móti.

 

 

BANDÍTINN                 

2691584-main_image                                                                                            

Roman Abramovich (49) flýgur með stæl:               

1135309                                            

Þoturnar gerast ekki miklu flottari en sú sem rússnenski milljarðamæringurinn og eigandi knattspyrnuliðsins Chelsea FC, Roman Abramovich, á. Þessi Boeing 767 er sérhönnuð fyrir kappann og útbúin öllum þeim lúxus sem hægt er að troða í eina vél. Roman hefur líka fundið skemmtilegt nafn á vélina en hann kallar hana „The Bandit“ eða Bandítinn. Þetta er ekki eina vélin sem Abramovich á en hún er svo sannarlega sú flottasta. Þrátt fyrir að líta eðlilega út í fyrstu kemur svo sannarlega í ljós hvernig fjármálin hjá Roman standa þegar vélin er skoðuð betur. Hún er þakin gulli og gimsteinum sem hefur verið komið fallega fyrir, bæði utan á og innan í vélinni. Vélin gæti allt eins flutt forseta Bandaríkjana, svo örugg er hún, og verðmiðinn er ekkert grín, 270 milljónir dollara eða um 31 milljarður króna.

Séð og Heyrt flýgur með stæl!

Related Posts