Einar Bárðarsson (44) fagnar 30 ára fermingarafmæli:

Einar Bárðar, umboðsmaður Íslands, hefur aldrei þjáðst af vanmati á sjálfum sér. Margir skammast sín yfir fermingngarmyndum af sér og vilja ekki fyrir sitt litla líf deila þeim með öðrum. Einar er ekki í þeim hópi og í gær deildi hann þessari skemmtilegu mynd af sér í tilefni þess að 30 ár voru liðin frá því að hann ákvað að ganga með Kristi  lífsins veg.

einar bárðar

TÖFFARI: Einar var strax orðinn töffari fyrir 30 árum og hefur ekki slegið af síðan.

einar og vinir

Einar lifir lífinu lifandi og er hér ásamt Þórgný Dýrfjörð, menningarfulltrúa á Akureyri á leiðinni á skíði á Siglufirði.

Fylgist með Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts