Það er fátt sem grípur augað jafnvel og gott húðflúr, hvort sem það er risastórt eða lítið. Hvað er á bak við húðflúrið, fyrir hvað stendur það? Ef þessir kappar væru raunverulegir væru þeir eflaust orðnir vanir því að fólk starði á flúr þeirra. Hér er flottasta flúrið í kvikmyndum.

 

Max Cady (Cape Fear) Þegar Robert De Niro skellti sér í líkama Max Cadys skreytti hann sig með flúri – nóg af því. Max Cady er fyrrum fangi og þegar honum er sleppt aftur út í hinn raunverulega heim er hann með hefnd jafnmikið á líkama sínum og í huga sínum. Sam Bowden er maðurinn sem kom honum inn og hann er innblásturinn að flúrinu. Textar úr Biblíunni og brotin hjörtu eru meðal þess sem má finna á líkama Max Cadys en ekkert flúr er þó jafntilkomumikið og hinn heilagi kross með sannleikanum og réttlætinu sem hann ber á bakinu.

Max Cady (Cape Fear)
Þegar Robert De Niro skellti sér í líkama Max Cadys skreytti hann sig með flúri – nóg af því. Max Cady er fyrrum fangi og þegar honum er sleppt aftur út í hinn raunverulega heim er hann með hefnd jafnmikið á líkama sínum og í huga sínum. Sam Bowden er maðurinn sem kom honum inn og hann er innblásturinn að flúrinu. Textar úr Biblíunni og brotin hjörtu eru meðal þess sem má finna á líkama Max Cadys en ekkert flúr er þó jafntilkomumikið og hinn heilagi kross með sannleikanum og réttlætinu sem hann ber á bakinu.

 

Carl (The Illustrated Man) Sumir líta á líkama sinn sem rissblað og flúrið sem hrip. „Þetta er ekki húðflúr heldur skinnlistaverk, aldrei kalla þau aftur húðflúr,“ lætur Carl út úr sér og meinar það. Carl tekur flúrið lengra en aðrir og líkami hans er nánast alþakinn flúri. Hann hefur ferðast í gegnum tíma og rúm og hefur látið flúra sig á þeirri vegferð. Líkami hans er saga hans og það er erfitt að blikka auga þegar maður lítur á þetta mennska listaverk.

Carl (The Illustrated Man)
Sumir líta á líkama sinn sem rissblað og flúrið sem hrip. „Þetta er ekki húðflúr heldur skinnlistaverk, aldrei kalla þau aftur húðflúr,“ lætur Carl út úr sér og meinar það. Carl tekur flúrið lengra en aðrir og líkami hans er nánast alþakinn flúri. Hann hefur ferðast í gegnum tíma og rúm og hefur látið flúra sig á þeirri vegferð. Líkami hans er saga hans og það er erfitt að blikka auga þegar maður lítur á þetta mennska listaverk.

 

Nikolai Luzhin (Eastern Promises) Það er sagt að hafir þú ekki húðflúr í rússnesku fangelsi, ertu ekki til. Nikolai er klárlega til. Viggo Mortensen leikur Nikolai sem er viðriðinn mafíuna og það sést bersýnilega á líkama hans. Hauskúpur, kirkjur og maðurinn með ljáinn er flúrað á búk hans og þessar myndir eru jafnógnvænlegar og sagan á bak við hvert og eitt þeirra.

Nikolai Luzhin (Eastern Promises)
Það er sagt að hafir þú ekki húðflúr í rússnesku fangelsi, ertu ekki til. Nikolai er klárlega til. Viggo Mortensen leikur Nikolai sem er viðriðinn mafíuna og það sést bersýnilega á líkama hans. Hauskúpur, kirkjur og maðurinn með ljáinn er flúrað á búk hans og þessar myndir eru jafnógnvænlegar og sagan á bak við hvert og eitt þeirra.

 

MacManus-bræðurnir (The Boondock Saints) Boston-mafían ræður öllu en fyrir Conor og Murphy MacManus er það innblástur fyrir eitursvalt húðflúr. Byssur spila stórt hlutverk í þessari mynd og gikkfingurinn fylgir fast á eftir. Báðir eru þeir gríðarlega trúaðir og fremja morð sín í nafni Guðs en það er flúr þeirra bræðra sem vekur jafnvel mesta athygli. Sannleikurinn (Veritas) er flúrað á gikkfingur Conors og réttlæti (Aequitas) á gikkfingur Murphys en þetta flúr sýnir fram á ótrúlega réttlætiskennd þeirra bræðra. Saman starfa þeir í guðsnafni og reyna að útrýma mafíunni sem öllu virðist ráða.

MacManus-bræðurnir (The Boondock Saints)
Boston-mafían ræður öllu en fyrir Conor og Murphy MacManus er það innblástur fyrir eitursvalt húðflúr. Byssur spila stórt hlutverk í þessari mynd og gikkfingurinn fylgir fast á eftir. Báðir eru þeir gríðarlega trúaðir og fremja morð sín í nafni Guðs en það er flúr þeirra bræðra sem vekur jafnvel mesta athygli. Sannleikurinn (Veritas) er flúrað á gikkfingur Conors og réttlæti (Aequitas) á gikkfingur Murphys en þetta flúr sýnir fram á ótrúlega réttlætiskennd þeirra bræðra. Saman starfa þeir í guðsnafni og reyna að útrýma mafíunni sem öllu virðist ráða.

 

 

Francis Dolarhyde (Red Dragon) Flúr Francis Dolarhydes heillar áhorfandann á sama tíma og hann hryllir við að sjá það. Það dáleiðir áhorfandann á sama tíma og það vekur óhug hjá honum. Að breyta líkama sínum í takt við nokkrar myndir eftir William Blake er kannski ekki mest „bad ass“ í bransanum en rauði drekinn á baki Dolarhydes er dimmt og hættulegt verk sem endurspeglar drápsfýsn. Horn djöfulsins eru á herðablöðum Dolarhydes og hreyfast í takt við hann til að koma fórnarlambinu úr jafnvægi. Ralph Fiennes ber flúrið stórkostlega og það á sér enga hliðstæðu þegar kemur að skinnlist.

Francis Dolarhyde (Red Dragon)
Flúr Francis Dolarhydes heillar áhorfandann á sama tíma og hann hryllir við að sjá það. Það dáleiðir áhorfandann á sama tíma og það vekur óhug hjá honum. Að breyta líkama sínum í takt við nokkrar myndir eftir William Blake er kannski ekki mest „bad ass“ í bransanum en rauði drekinn á baki Dolarhydes er dimmt og hættulegt verk sem endurspeglar drápsfýsn. Horn djöfulsins eru á herðablöðum Dolarhydes og hreyfast í takt við hann til að koma fórnarlambinu úr jafnvægi. Ralph Fiennes ber flúrið stórkostlega og það á sér enga hliðstæðu þegar kemur að skinnlist.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts