Ófeigur Sigurðarson (39) og Brynja Þorgeirsdóttir (40):

Leyndarmál Brynja Þorgeirsdóttir gerði góða ferð á Edduhátíðina þar sem hún var valin sjónvarpsmaður ársins og Orðbragð, þáttur hennar og Braga Valdimars Skúlasonar, var valinn skemmtiþáttur ársins. Brynja mætti með nýja kærastann sinn, rithöfundinn Ófeig Sigurðarson, upp á arminn. Sannkallað menningarpar hér á ferð en Brynja ritstýrir menningarþættinum Djöflaeyjunni á RÚV og Ófeigur er skærasta stjarnan á bókmenntahimninum yfir Íslandi um þessar mundir. Nýbúinn að hampa Íslensku bókmenntaverðlaununum fyrir skáldsöguna Öræfi.

Brynja

ÁSTARSPRETTURINN: Ljósmyndarinn mátti hafa sig allan við en Brynja og Ófeigur sáu við honum með því að gefa allt í botn þannig að ekkert náðist nema baksvipurinn.

Parið er lítið fyrir að baða sig í sviðsljósinu og bera ást sína á torg og lagði á flótta þegar ljósmyndari Séð og Heyrt beindi linsunni að þeim. Brynja leiddi flóttann og Ófeigur fylgdi fast á hæla hennar og hraðinn var slíkur að ekki var nokkur möguleiki að fanga glæsileika þeirra en Brynja leiftraði af fegurð sem aldrei fyrr.

Lesið Séð og Heyrt í hverri viku og daglega á netinu.

Related Posts