Sigrún Andersen (55) opnar þrjár verslanir í Smáralind:

Ein af fremstu tískufatakeðjum Evrópu, Cortefiel Grup, hefur undirritað samstarfssamning við fjárfestingafélagið Gjörð um opnun verslana fyrirtækisins hér á landi. Fyrsta skrefið var opnun þriggja nýrra verslana í í Smáralind nú í september, Cortefiel, Springfield og Women´s Secret og var opnuninni fagnað með pomp og prakt síðastliðinn fimmtudag. Cortefiel- samsteypan er meðal stærstu hönnuða og framleiðenda tískufatnaðar í Evrópu með veltu yfir 1.011 billjón evra árið 2014 og er á Spáni gjarnan talinn einn helsti keppinautur tískurisans Inditex sem á vörumerki á borð við Zara, Massimo Dutti, Bershka og fleiri.

TROÐFULLT Verslunin Cortefiel var opnuð í síðastliðinni viku á Herrakvöldi Smáralindar. ,,Fullt var út úr dyrum af góðum gestum og fékk þessi glæsilega verslun ótrúlega góðar viðtökur. Þetta er þriðja verslunin í röðinni frá Cortefiel Group sem er opnuð í Smáralind í þessum mánuði. Antonis Kyprianou, framkvæmdastjóri Cortefiel Group, kom frá Spáni til þess að taka þátt í opnuninni og gleðjast með eigendum og viðskiptavinum. Cortefiel-verslunin höfðar fyrst og fremst til kvenna og karla á aldrinum 35 til 45 ára sem hafa opið hugarfar og fylgjast vel með hvað er að gerast í tískunni  hverju sinni,“ segir Sigrún Andersen lukkuleg.

verslun

GULL: Sigrún Andersen framkvæmdastjóri og mæðgurnar voru alsælar með opnunina.

Nýjustu straumar og stefnur í tísku

„Við hlökkum til að sýna Íslendingum þær glæsilegu vörur sem Cortefiel, Springfield og Women´s Secret bjóða upp á. Springfield endurspeglar allt það nýjasta í tískuheiminum en hönnuðirnir þar fylgjast afar vel með nýjustu straumum og stefnum í hönnun og tísku. Viðskiptavinir Smáralindar á aldrinum 20-30 ára koma aldeilis ekki að tómum kofanum hvað varðar gæði á góðu verði. Að sama skapi er Women´s Secret leiðandi í Evrópu á sviði undirfatnaðar, nærfata, sund- og náttfatnaðar með ótrúlega flottar vörur,“ segir Sigrún. ,,Cortefiel þekkja svo fjölmargir Íslendingar. Sú verslun höfðar fyrst og fremst til kvenna og karla á aldrinum 35-45 ára sem hafa opið hugarfar og fylgjast vel með hvað er að gerast í tískunni en á sama tíma gera kröfur um gæði og verð.”

verslun

GJÖRÐ: Eigendur verslananna og meðeigendur (partner) Gjarðar ehf ásamt framkvæmdastjóra Cortefiel Group. Frá vinstri Linda Jóhannsdóttir, Guðrún J. Guðmundsdóttir og Atonis Kyprianou, framkvæmdastjóri Cortefiel Group. Sigrún Andersen, Bryndís Hrafnkelsdóttir og Sara Lind Þrúðardóttir voru stórglæsileg við opnunina í Smáralind.

verslun

SILFUR: Liv Bergþórsdóttir og Hafdís Jónsdóttir voru ánægðar með nýju viðbótina í verslunarflóruna.

Fyrstu á Norðurlöndum

,,Opnanir nýrra verslana hér á landi eru þær fyrstu á Norðurlöndum. Fyrirtækið rekur fimm verslanakeðjur, Cortefiel, Springfield, Womens Secret, Pedro del Hierro og Fifty Outlet og er með yfir tvö þúsund verslanir og tíu þúsund og fimm hundruð starfsmenn,” segir Sigrún og leggur áherslu á að nýju tískuverslanirnar tilheyri allar Cortefiel-samstæðunni en hafa að öðru leyti gjörólíkar áherslur og höfða til mismunandi hópa.

verslun

BRONS: Þau voru ánægð á opnuninni Inga Reynisdóttir og Gunnar Traustason.

verslun

BAUGUR: Sigrún Edda Jónsdóttir, Jóhanna Marteinsdóttir og Áslaug Briem voru kampakátar á opnuninni.

verslun

GLINGUR: Anna Margrét Jónsdóttir og Inga Reynisdóttir voru hressar og nutu þessa að skoða nýjustu línurnar í tískunni.

verslun

STÍLL: Það var mikið um að vera í verslununum Cortefiel, Springfield og Women´s Secret. Lifandi gínur voru á sveimi og vöktu verðskuldaða athygli gesta og gangandi. Glæsilegar fyrirsætur sýndu brot af flottu vöruvali verslananna við mikla lukku viðstaddra. En Cortefiel-vörumerkið einkennist af eigin stíl byggt á glæsileika, gæðum og þægindum. Cortefiel höfðar fyrst og fremst til karla og kvenna á aldrinum 35-45 ára sem hafa ungt og opið hugarfar til lífsins og fylgjast vel með nýjustu stefnu og straumum í hönnun og tísku.

 

ÿØÿá":Exif

verslun

EÐAL: Skvísurnar Rósa Björk Jónsdóttir og Gulla létu sig ekki vanta.

verslun

Séð og Heyrt elskar búðir.

 

 

 

 

 

 

 

Related Posts