Þorsteinn Kr. Ingimarsson (32) fann falinn fjársjóð:

Flöskuskeyti

FLASKAN: Óbrotinn eftir rúmt ár í sjó.

Óvænt „Við Hera Rún, kærastan mín, vorum á gangi með Herkúles, hundinn okkar í fjörunni í Grafarvogi þegar við rákumst á flöskuna í fjöruborðinu. Flaskan var vel veðruð eftir þvælinginn í sjónum. Ég þurfti að brjóta hana til að koma miðanum út. Auðvitað var ég viss um að þetta væri kort af földum fjársjóði.“

SH-img_0474 (1)

FUNDUR: Alltaf gaman að finna flöskuskeyti í fjöru.

Innihaldið kom svo sannarlega á óvart og var gleðilegt.

,,Það voru krakkar í 3. bekk í Foldaskóla í Grafarvogi sem höfðu sent skeytið í mars í fyrra, finnandi var beðin um að hafa samband við kennarann þeirra og ég gerði það. Hún var auðvitað ánægð með að flöskunni hafi skolað á land og fundist. Bara sniðugt að finna eitthvað svona. Ég er nýfluttur í bæinn og þetta er ágætis byrjun á kynnum mínum af Reykjavík, lofar góðu. Hver veit nema ég finni alvörufjársjóðskort næst.“

 

Related Posts