Marteinn Urbancic (22) og Sara Hrund Helgadóttir (23) spila í háskólaboltanum:

Þegar við erum ung þurfum við að ákveða hvaða stefnu skal taka í lífinu, á að halda út á vinnumarkaðinn eða læra meira. Flest okkar sem ákveða að fara í háskólanám veljum að fara í einhvern þeirra háskóla sem eru á Íslandi, enda úrvalið fjölbreytt og við flestra hæfi. Kærustuparið Marteinn og Sara Hrund ákváðu hins vegar að láta slag standa og fara í háskóla í Flórída í Bandaríkjunum þar sem þau fengu bæði styrk út á að spila fótbolta.

13584755_10154035191794584_6040522108448790423_o

13532806_10154035191914584_5530124771176212365_n

HÁSKÓLABOLTINN: Sara og Marteinn í fótboltabúningi skólans.

Lífið er fótbolti Marteinn og Sara byrjuðu bæði ung að æfa fótbolta. „Ég byrjaði fjögurra ára í KR,“ segir Marteinn. „Ég og nokkrir vinir mínir í leikskólanum vorum á leikjanámskeiði þar og svo byrjuðum við að prófa fótboltaæfingar í framhaldinu.“ Sara var jafngömul þegar hún byrjaði að æfa í Grindavík. „Pabbi minn var að þjálfa fótbolta í Grindavík í langan tíma og ég var mikið með honum úti á fótboltavelli þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að byrja að mæta á fótboltaæfingar,“ segir Sara. Þau hafa bæði æft fótboltann stanslaust síðan þá.

 

Draumur Söru að fara út að læra

Marteinn og Sara útskrifuðust bæði úr menntaskóla hér heima, Marteinn úr Verzlunarskóla Íslands og Sara úr Menntaskólanum í Kópavogi. Þegar kom að því að ákveða framhaldið var rætt hvort ætti að fara í skóla hér heima eða fara út. „Það hafði alltaf verið draumur Söru að fara út,“ segir Marteinn. „Við vorum búin að vera saman í eitt og hálft ár þegar það kom upp í umræðunni að prófa skóla úti.“ „Þannig að við létum bara vaða á það og fundum frábæran skóla í Flórída þar sem við fengum bæði námsstyrk fyrir að spila fótbolta,“ segir Sara.

Skólinn sem um ræðir er University of West Florida í Pensacola þar sem Marteinn er að læra markaðsfræði og Sara sálfræði og á parið eftir eitt ár af þeim fjórum sem námið tekur.

„Planið er síðan að halda áfram í náminu og klára meistarann. Spurning hvort það verði einhvers staðar í Evrópu þar sem við getum sparkað í bolta í leiðinni,“ segir Marteinn.

Parið liggur ekkert í leti yfir sumartímann því þau koma heim á hverju sumri. „Við komum alltaf heim á sumrin til að spila fótbolta og vinna eins og brjálæðingar til þess að eiga smáaukapening til að eyða úti,“ segir Sara.

 

13567335_10154035192644584_3296797863634314106_n

ÞJÓÐHÁTÍÐ: Í brekkunni á Þjóðhátíð í fyrra.

13509010_10154035193049584_3444556010097772909_n

GRINDAVÍKURGALLINN: Sara er fædd og uppalin í Grindavík og hefur því klæðst gula búningnum í mörg ár. Hér á mynd sem barn með fræknu sinni Sigrúnu Eiri Einarsdóttur og með liðsfélaga sínum og skólasystur í Flórída, Sashana Pete Campbell.

13528270_10154035192554584_7109222766498226239_o

EKKI ALLTAF SAMHERJAR: Þessi skemmtilega mynd var tekin af Marteini og Söru þegar þau kepptu fimm ára á móti hvort öðru. Þau þekktust ekkert þá en urðu kærustupar 13 árum síðar.

13567515_10154035192074584_2377994500670688962_n

Fótboltinn er að hluta í genunum
Marteinn og Sara eru ekki þau einu í fjölskyldu þeirra sem spila eða vinna við fótbolta. Yngri bróðir Marteins, Tómas, er í atvinnumennsku og spilar með Redding í Englandi. „Foreldrar okkar, Viktor Urbancic og Gunnhildur Úlfarsdóttir, hafa nú ekki verið í fótbolta en hafa verið liðtækir dansarar, skíðamenn og mamma fimleikakona,“ segir Marteinn.

Foreldrar Söru eru Ella Björk Einarsdóttir og Helgi Bogason. „Pabbi hefur verið að þjálfa fótbolta í mörg ár bæði í Grindavík og Njarðvík. Svo á ég tvo bræður, einn eldri og einn yngri, og þeir spila báðir fótbolta þannig að það er mikill bolti á mínu heimili,“ segir Sara.

Það er ljóst að fótboltinn mun áfram spila stórt hlutverk í daglegu lífi Marteins og Söru, allavega meðan þau klára menntaveginn.

13557954_10154035192279584_9151704376455191273_n

PABBI ÞJÁLFARI: Sara fylgdi þjálfaranum Helga, föður sínum, oft á völlinn og líklega fengið fótboltabakteríuna þar.

13522945_10154035192414584_19730113297894750_o

FJÖLSKYLDUFERÐ Á EM: Foreldrar Marteins, Viktor og Gunnhildur, fóru með á EM, og yngri bróðir Marteins, Tómas og kærasta hans, Kristín Auður.

 

13557877_10154035191909584_991925276332274331_n

ÁSTFANGIN Í FLÓRÍDA: Það gefst líka tími til að njóta lífsins í Flórída.

13509045_10154035191819584_1155843994463531581_n

ALVEG EINS: Þessi skemmtilega mynd náðist af parinu eitt sinn og eins og sjá má hafa þau líka sameiginlegan fatasmekk.

13507146_10154035192864584_255535406725451367_n

FYRIRSÆTUSTARFIÐ: Marteinn er á skrá hjá fyrirsætuskrifstofu úti og vinnur sem fyrirsæta með skólanum.

13557713_10154035192839584_1785041045254975138_n

GAMLA SETTIÐ Í HEIMSÓKN: Foreldrar Söru, Helgi og Ella, og bróðir hennar, Marinó Axel, komu í heimsókn til Flórída.

13537772_10154035192274584_4309324060131666810_n

KR-LIÐIÐ: Lið Marteins í KR í „gamla daga“: Ragnar Leví, Kristófer, Walter Hannibal, Ásgeir Tómas, Ólafur, Dagur Snær, Marteinn og Egill.

13580666_10154035192859584_4944034806846230206_o

HEITT Í HAMSI: Marteinn og Sara í „action“ á vellinum.

13524492_10154035192139584_7822913338183409308_n

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

Related Posts