Ingibjörg Ragnarsdóttir (57) er móðir Everest-farans Ingólfs Axelssonar (32):

 

Flestir landsmenn sem hafa fylgst með íslenska landsliðinu í handbolta þekkja Ingu en hún starfaði sem nuddari og liðsstjóri strákanna okkar í fimmtán ár.

Preview (3)

NUDDARI STRÁKANNA OKKAR: Ingibjörg var nuddari hjá landsliðinu í handbolta í fimmtán ár.

Súpermamma Ingibjörg Ragnarsdóttir er móðir ofurhugans Ingólfs Axelssonar sem hefur í tvígang reynt að klífa Everest-fjall en í bæði skiptin hafa náttúruhamfarir komið í veg fyrir að hann nái á toppinn.

„Nú er verið að tala um Everest eftir tvær náttúruhamfarir. Það er auðvitað erfitt að vita af barninu sínu á einu hættulegasta fjalli heims og sér í lagi í fyrra þegar maður fékk fréttaflutning af snjóflóðinu og Ingó gat ekki hringt í okkur,“ segir Ingibjörg Ragnarsdóttir spurð um svaðilfarir sonarins.

Hann hringdi

„Við heyrðum ekkert í honum í nokkra klukkutíma og það tók verulega á. Þótt það hafi alls ekki verið auðvelt þegar jarðskjálftinn skall á núna um daginn þá var þetta mun skárra því Ingó komst strax í landlínu og hringdi heim til að láta vita að hann væri óhultur.“

„Það er svolítið flókið að vera móðir ofurhuga. Almenn skynsemi segir manni það að klífa Everest sé mjög hættulegt en sem móðir vill maður ekki koma í veg fyrir drauma barna sinna. Þetta verður jú alltaf barnið mitt sama hversu gamall hann er en að sama skapi er erfitt að vita af barninu sínu á þessu fjalli. Ég er auðvitað þakklátust fyrir það að hann sé kominn heill heim.

Ingó er kominn heim og eins og staðan er núna þá er enginn að hugsa um að klífa fjallið. Hann er gríðarlega dapur yfir því sem hefur gerst. Þarna voru vinir hans, sem hann hafði kynnst í grunnbúðunum og fyrir gönguna, sem misstu allt og jafnvel ástvini. Það tekur auðvitað mikið á.“

Preview (4)

SJÁLFSMYND Á EVEREST: Ingólfur henti í „selfie“ á Everest.

Útivistarfólk

Ingibjörg segir að allir í fjölskyldunni séu útivistarfólk en Ingólfur hafi fjallgöngubakteríuna frá föður sínum. „Sjálf hef ég þurft að fara nokkrum sinnum í aðgerð vegna kransæðastíflu þannig að ég klíf engin fjöll. Ingó og pabbi hans eru meiri fjallgöngugarpar en öllum líður okkur vel úti í náttúrunni.“

Preview (5)

STOLT AMMA: Inga ásamt manni sínum, Axel Bragasyni, og barnabarninu Axel Bragasyni.

 

 

Lesið nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts