Ragnar Freyr Ingvarsson (38), læknir og matarbloggari, er brosmildur og heillandi:

 

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN?

Fyrsta minning mín er þegar ég var barn og skreið eða gekk eftir loðinni appelsínugulri mottu og fann hvernig þræðirnir á mottunni fóru á milli fingra og tánna og mig kitlaði ferlega.

BJÓR EÐA HVÍTVÍN?

Bjór – og rauðvín – má segja hvortveggja?

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN?

Hann var hræðilegur, ég var fjórtán, kunni ekkert að kyssa og vissi ekkert hvað ég var að gera. Vona þó að mér hafi farið fram með árunum.

HVERNIG ER ÁSTIN?

Hún er engu lík!

HVER ER DRAUMABÍLLINN?

Sá sem fer með mig og alla fjölskylduna í frábær ferðalög um heiminn.

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA?

Náttbuxunum sem ég fékk í jólagjöf!

BUBBI EÐA SIGUR RÓS?

Sigur Rós

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ?

Að þora að reyna við Snædísi, eiginkonu mína, á áramótunum 1995.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?

Hvað ég var gott barn en skelfilegur unglingur!

HVER ER ÞINN HELSTI VEIKLEIKI?

Fljótfærni og óþolinmæði – þetta eru gallar sem fara hönd í hönd.

HVER ER MESTI TÖFFARI ALLRA TÍMA?

Það er erfitt að segja. Það eru margar góðar fyrirmyndir að horfa til. Ég get ekki með nokkru móti valið einhvern einn.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?

Ég trúi því varla að ég sé að segja þetta, en ég sá The Notebook um daginn, og ég fór að skæla.

EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA?

Ætli ég myndi ekki velja einhvern matreiðslu- og ferðaþátt, fá að sjá heiminn og reyna að borða allt sem að kjafti kæmi.

HVERJU ERTU STOLTASTUR AF AÐ HAFA VANIÐ ÞIG AF?

Við nautnaseggir erum ekkert í þeim bransanum að venja okkur af syndunum. Við lærum að lifa með þeim.

ÁTTU ÞÉR EITTHVERT GÆLUNAFN?

Sumir álpast til að kalla mig Ragga. En móðir mín er sko ekkert hrifin af því.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í?

Þau eru óteljandi. Fljótfær kjaftaskur eins og ég er alltaf að lenda í klandri. En sem betur fer gerist þetta sjaldnar og sjaldnar með árunum.

HVAR KEYPTIRÐU RÚMIÐ ÞITT?

Í versluninni Svefn og heilsa.

BIKINÍ EÐA SUNDBOLUR?

Fyrir mig? Sundbol, held að ég myndi líta út eins og bjáni í bikiníi.

SÍLÍKON EÐA ALVÖRU?

Að sjálfsögðu alvöru. Þarf að spyrja að svona löguðu?

Related Posts