Dagur Kári Pétursson (42) var tilnefndur:

Bömmer Dagur Kári Pétursson kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri kvikmyndarinnar FÚSI, flaug heim til Íslands í dag frá Kaupmannahöfn þar sem að hann er búsettur. Hann kom til að vera viðstaddur Edduverðlaunin. Kvikmynd hans FÚSI var tilnefnd til fjölda verðlauna en laut í lægra haldi fyrir Hrútum sem stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins. Dagur Kári lét lítið fyrir sér fara á flugvellinum, á meðan samferðamenn hans hjá WOW sóttu hart að fríhöfninni eftir lendingu.

Leikstjórinn sat i rólegheitunum og las í bók á meðan að hann beið eftir ferðatöskunni og kippti sér ekki upp við kaupgleði landa sinna og lét fátt frufla sig við bóklesturinn.

Faðir hans, Pétur Gunnarsson rithöfundur, beið sonarins hinu meginn við hliðið og fagnaði syninum, og ók honum svo rakleiðis á verðlaunahátiðina.
En því miður settist sól í degi Dags sem fékk ekki verðlaun í þetta sinn, gengur vonandi betur næst.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts