Feðgarnir Þórður Helgi (47) og Þórður Örn Guðmundsson (67) eru báðir einstaklega fjörugir og taka lífinu létt:

Jackið Útvarpsmaðurinn, tæknimaðurinn og þriggja barna faðirinn Þórður Helgi bregður sér gjarna í hlutverk Love Guru þar sem hann fær íslensku þjóðina til að dansa og syngja. Nýjasti smellur hans er Jackið þar sem hann hvetur alla til að „jacka“ og dansa með.

13422459_10153999280914584_2573108077175440211_o

Þórður Helgi – Love Guru

En vissuð þið að faðir hans, Þórður Örn Guðmundsson, er einnig duglegur að fá fólk til að dansa? Þórður Örn er sídansandi, bæði á dansgólfi og í sundi. Hann starfar sem sundlaugarvörður í Sundlaug Kópavogs og kennir þar zumba-dans. Í gamla daga var hann bæði í afródansi og tangó, æfði samkvæmisdansa og salsa.

Þórður Örn

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

Related Posts