Konur kvarta um heimilisstörf en karlar um kynlíf:

Ríflega fjórðungur þeirra Dana sem eru giftir eða í sambúð hefur íhugað skilnað. Þetta kemur fram í könnun sem TNS Gallup hefur gert fyrir blaðið BT. Ástæður þess eru hinsvegar nokkuð ólíkar hvort konur eða karlar eiga í hlut.

Í umfjöllun BT um þessa könnun kemur m.a.  fram að um fimmtungur kvennanna telur að eiginmenn sínir taki ekki nægilega mikinn þátt í heimilisstörfunum. Um fimmtungur karlanna kvartar hinsvegar undan skorti á kynlífi. Kynin eru hinsvegar nokkuð sammála um að skortur á sameiginlegum frítíma og sameiginlegum upplifunum í lífi þeirra sé þáttur í því að viðkomandi hefur íhugað að slíta sambandinu.

Fram kemur í könnuninni að pörin rífast helst um heimilisstörfin, barnauppeldið og hegðun í garð hvors annars. Jafnframt telur hluti karla að rifrildin sem slík séu þáttur í að viðkomandi hefur íhugað skilnað.

Related Posts