Það mikilvægasta sem hver einstaklingur á er góð fjölskylda. Veraldlegir hlutir standast fjölskylduást ekki snúning og það veit kvikmyndaheimurinn best. Í gegnum árin hafa kvikmyndir fært okkur margar af skemmtilegustu og áhugaverðustu fjölskyldum allra tíma. Hér eru nokkrar af þeim vinsælustu.

 

Hoover fjölskyldan – Little Miss Sunshine Hoover fjölskyldan gæti varla verið vandræðalegri. Afinn er háður heróínu, frændi í sjálfsmorðshugleiðingum og sonurinn hefur tekið þagnareið. Þeir og áhorfendur vita vel að fjölskylduferð saman, til að taka þátt í fegurðarsamkeppni, mun að öllum líkindum fara fjandans til. Hoover fjöldkyldunni tekst þó á fallegan hátt að setja saman hóp af fólki sem verða kannski aldrei í fyrsta sæti hjá hvort öðru en þau standa þó saman.

Hoover fjölskyldan – Little Miss Sunshine
Hoover fjölskyldan gæti varla verið vandræðalegri. Afinn er háður heróínu, frændi í sjálfsmorðshugleiðingum og sonurinn hefur tekið þagnareið. Þeir og áhorfendur vita vel að fjölskylduferð saman, til að taka þátt í fegurðarsamkeppni, mun að öllum líkindum fara fjandans til. Hoover fjöldkyldunni tekst þó á fallegan hátt að setja saman hóp af fólki sem verða kannski aldrei í fyrsta sæti hjá hvort öðru en þau standa þó saman.

 

Griswold fjölskyldan – Vacation Griswold fjölskyldan hefur farið í Wally World, til Evrópu, Vegas og haldið jól saman og þrátt fyrir hrakfarir þeirra í hvert sinn standa þau þétt saman. Með fjölskylduföðurinn Clark Griswold í fararbroddi, sem reynir hvað hann getur að búa til fullkomnar minningar í hverri ferð og er oftast mjög hjálpsamur, eiginkonu hans, Ellen Griswold, sem hefur áhyggjur af flest öllu sem gerist í kringum hana og krakkana Audrey og Rusty (sem hafa aldrei verið leikin af sömu leikurum) hefur Griswold fjölskyldan orðið ein ástsælasta fjölskylda kvikmyndanna.

Griswold fjölskyldan – Vacation
Griswold fjölskyldan hefur farið í Wally World, til Evrópu, Vegas og haldið jól saman og þrátt fyrir hrakfarir þeirra í hvert sinn standa þau þétt saman. Með fjölskylduföðurinn Clark Griswold í fararbroddi, sem reynir hvað hann getur að búa til fullkomnar minningar í hverri ferð og er oftast mjög hjálpsamur, eiginkonu hans, Ellen Griswold, sem hefur áhyggjur af flest öllu sem gerist í kringum hana og krakkana Audrey og Rusty (sem hafa aldrei verið leikin af sömu leikurum) hefur Griswold fjölskyldan orðið ein ástsælasta fjölskylda kvikmyndanna.

 

Parr fjölskyldan  – The Incredibles Parr fjölskyldan lítur út fyrir að vera hin venjulegasta fjölskylda með sín sín venjulegu fjölskylduvandamál. Fjölskyldufaðirinn er að drepast úr leiðindum í vinnunni, móðirin er á fullu alla daga og börnin vita ekki í raun hvað er í gangi með líkama þeirra. Bob Parr og Helen Parr eru þó ekki öll þar sem þau eru séð því þau eru ofurhetjur. Bob er ómannlega sterkur og Helen getur breytt líkama sínum að vild. Saman mynduðu þau Mr. Incredible og Elastigirl og nú er þörf fyrir krafta þeirra á ný. Það er þó á hreinu að krakkarnir ætla ekki að láta sitt eftir liggja enda með ofurhetjugenið í sér. Saman tekst fjölskyldan á við hin illu öfl og finna að þau eru sterkust þegar þau vinna saman.

Parr fjölskyldan – The Incredibles
Parr fjölskyldan lítur út fyrir að vera hin venjulegasta fjölskylda með sín sín venjulegu fjölskylduvandamál. Fjölskyldufaðirinn er að drepast úr leiðindum í vinnunni, móðirin er á fullu alla daga og börnin vita ekki í raun hvað er í gangi með líkama þeirra. Bob Parr og Helen Parr eru þó ekki öll þar sem þau eru séð því þau eru ofurhetjur. Bob er ómannlega sterkur og Helen getur breytt líkama sínum að vild. Saman mynduðu þau Mr. Incredible og Elastigirl og nú er þörf fyrir krafta þeirra á ný. Það er þó á hreinu að krakkarnir ætla ekki að láta sitt eftir liggja enda með ofurhetjugenið í sér. Saman tekst fjölskyldan á við hin illu öfl og finna að þau eru sterkust þegar þau vinna saman.

 

 

Corleone fjölskyldan  – The Godfather Corleone fjölskyldan er tvímælalaust frægasta fjölskylda kvikmyndasögunnar, og það er gild ástæða fyrir því. Hin klassíska saga af mafíufjölskyldu á leið í gegnum miklar breytingar færir okkur einhverja mögnuðustu upplifun kvikmyndasögunnar og þá sérstaklega frá hinum goðsagnakennda leikara Marlon Brando, sem höfuð fjölskyldunnar, og hlutverki Al Pacino þar sem hann sýndi að hann er einn allra hæfileikaríkasta leikara okkar tíma. Ákveðni fjölskyldunnar, sem er við það að liðast í sundur, í að halda sér saman er það sem gerir myndina frábæra. Corleone fjölskyldan fylgir okkur í gegnum fjóra áratugi og áhorfendur sitja límdir við skjáin á meðan fjölskyldan leysir úr sínum vandræðum.

Corleone fjölskyldan – The Godfather
Corleone fjölskyldan er tvímælalaust frægasta fjölskylda kvikmyndasögunnar, og það er gild ástæða fyrir því. Hin klassíska saga af mafíufjölskyldu á leið í gegnum miklar breytingar færir okkur einhverja mögnuðustu upplifun kvikmyndasögunnar og þá sérstaklega frá hinum goðsagnakennda leikara Marlon Brando, sem höfuð fjölskyldunnar, og hlutverki Al Pacino þar sem hann sýndi að hann er einn allra hæfileikaríkasta leikara okkar tíma. Ákveðni fjölskyldunnar, sem er við það að liðast í sundur, í að halda sér saman er það sem gerir myndina frábæra. Corleone fjölskyldan fylgir okkur í gegnum fjóra áratugi og áhorfendur sitja límdir við skjáin á meðan fjölskyldan leysir úr sínum vandræðum.

 

Tenenbaums fjölskyldan – The Royal Tenenbaums Tenenbaums fjölskyldan er mögulega ein af brotnustu fjölskyldum kvikmyndasögunnar þar sem þrjú undrabörn afneita föður sínum, Royal. Þegar Royal þykist vera veikur til að fá fjölskylduna sína saman komast þau fljótt að því að mórallinn er langt frá því að vera sá besti innan fjölskyldunnar. Fjölskyldan nær aldrei að fyrirgefa hvort öðru fullkomlega fyrir fyrri mistök en læra frekar að vaxa frá þeim mistökum og samþykkja hvort annað fyrir það hver þau eru, galla og kosti.

Tenenbaums fjölskyldan – The Royal Tenenbaums
Tenenbaums fjölskyldan er mögulega ein af brotnustu fjölskyldum kvikmyndasögunnar þar sem þrjú undrabörn afneita föður sínum, Royal. Þegar Royal þykist vera veikur til að fá fjölskylduna sína saman komast þau fljótt að því að mórallinn er langt frá því að vera sá besti innan fjölskyldunnar. Fjölskyldan nær aldrei að fyrirgefa hvort öðru fullkomlega fyrir fyrri mistök en læra frekar að vaxa frá þeim mistökum og samþykkja hvort annað fyrir það hver þau eru, galla og kosti.

 Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts