Yfirlitssýning verka Louisu Matthíasdóttur

Nýlega opnaði Kyrrð, viðamikil yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur, í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, opnaði sýninguna.

Louisa Matthíasdóttir var fædd í Reykjavík árið 1917 og í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu hennar, en hún lést í Bandaríkjunum árið 2000 þar sem hún bjó mestan hluta ævinnar. Á sýningunni í vestursal Kjarvalsstaða gefst kærkomið tækifæri til að fá yfirsýn yfir feril listakonu sem hefur túlkað íslenskt landslag á einstakan hátt. Þar má einnig sjá fjölda málverka af reykvísku borgarlífi, kyrralífsmyndir, myndir af fjölskyldu Louisu og henni sjálfri.

Fjöldi gesta mætti við opnun Kyrrðar og lét vel af verkum Louisu.

Sjá fleiri myndir hér.

Related Posts