Björk Guðmundsdóttir (49) gaf út einstakar ljóðabækur í æsku:

 

UM ÚRNOT: Forsíðan myndskreytt og árituð af Björk sjálfri.

Björk Guðmundsdóttir er skapandi manneskja og löngu áður en hún varð alþjóðleg poppstjarna og meira að segja áður en hún stormaði fram á tónlistarsenuna á Íslandi gaf hún út einstakar ljóðabækur. Ein slík kom í leitirnar á höfuðborgarsvæðinu fyrr í vikunni og finnandinn íhugar að bjóða hana upp annaðhvort hjá Sotheby’s eða á eBay.com.

bok33

FURÐUVERA: Myndir Bjarkar af furðuverunum í sögunni eru heillandi og flottar

Snjöll Ljóðabók Bjarkar heitir Um Úrnot og líklegt þykir að hún hafi skrifað bókina einhvern tíma á milli 1978 og 1980, þegar hún var þrettán til fimmtán ára. Upplagið var ekki stórt og það sem gerir bókina sem nú er komin í leitirnar einstaka er að hún er ekki prentuð, heldur handskrifaði og myndskreytti Björk hverja bók. Engar tvær eru því eins.

Stuttur og knappur texti Bjarkar hlýtur að flokkast sem einhvers konar súrrealismi og það er ekki heiglum hent að fá botn í kveðskap hennar. Þá er rithönd hinnar ungu Bjarkar svo sérstök að textinn er erfiður aflestrar.

bok333

ALFÍR: Alfír kynnir sig til leiks ásamt Naffí. Naffí hvæsti en verra er að lesa sig í gegnum hvað gerðist í framhaldinu.

Í ljósi heimsfrægðar Bjarkar er bókin sannkallaður safngripur og líklega má fá væna fúlgu fyrir hana. Finnandinn íhugar að láta á það reyna og bjóða hana upp hjá Sotheby’s eða á uppboðsvefnum eBay.com, þess fullviss að ákafir aðdáendur Bjarkar vilji teygja sig nokkuð langt til þess að komast yfir gripinn.

Related Posts