ísafold

VÍGSLUDROTTNING: Ísafold batt saman þetta unga par í heilagt hjónaband.

Arnar Þór Viðarsson (35) er glæsilegur fulltrúi Íslands í Danmörku:
Fjallkonan Ísafold var vígsludrottning í íslensku brúðkaupi í Kaupmannahöfn hún skartaði sínu fegursta og tók að sér veislustjórn að athöfn lokinni.

Þjóðlegt „Ísafold er stolt af uppruna sínum, hún er alíslensk. Þetta var í fyrsta skipti sem hún kom opinberlega fram og það hefur ekki reynt á sönghæfileika hennar enn þá, en það er aldrei að vita upp á hverju hún tekur næst þegar hún ryðst aftur fram á sjónarsviðið,“ segir Arnar Þór Viðarsson, skapari fjallkonunnar.

Það er fátt eins þjóðlegt og fjallkonan, hún er persónugervingur Íslands og því mikilvægur minnisvarði um menningu Íslands.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem fram í draggi og í fyrsta sinn sem ég stíg á háa hæla, það gekk ágætlega, ég hrasaði að minnsta kosti ekki. Hér er þrálátur orðrómur þess efnis að Ísafold muni ávarpa landa sína þann 17. júní en það hefur ekki fengið staðfest. Það hefur líka heyrst að Ísafold muni smala saman stoltum Íslendingum og fara fyrir Gleðigöngunni hér í Kaupmannahöfn. Það væri nú sko aldeilis góð áminning um tengsl Íslands og Danmörku.

Ég hef verið búsettur hér í níu ár, var að ljúka námi í frumkvöðlafræði frá Viðskiptaháskólanum hér í Kaupmannahöfn. Ég er stoltur af landi og þjóð og nýti hvert tækifæri sem gefst til að halda menningu okkar á lofti,“ segir Arnar Þór, besti vinur Ísafoldar.

Related Posts