Ummæli tónlistarmannsins Gylfa Ægissonar um samkynhneigða hafa ratað inn á vefsíðu BBC, eins mest lesna fréttavefs í heiminum. Þar er vitnað í facebook færslur Gylfa sem um tíma skutluðu honum út af þeim vef. Hann mun kominn inn aftur á facebook.

Fram kemur á vefsíðunni að Íslendingar séu í fremstu röð þjóða heimsins þegar kemur að réttindum samkynhneigðra. Á sama tíma sé Gylfi Ægisson í hópi vinsælustu tónlistarmanna landsins.

Það hafi því vakið mikla athygli og umræðu þegar Gylfi fór að gagnrýna að í kennslu grunnskólanema í Hafnarfirði um kynlíf ætti einnig að fjalla um samkynhneigð.

BBC vitnar m.a. í Poul Fontaine blaðamann hjá Reykjavik Grapevine sem segir að Gylfi gangi ekki í takt við almenningsálitið á Íslandi í dag.

Related Posts