Anna Björk Birgisdóttir (50) aðstoðaði við afmælistónleikana:

Söngvarinn sívinsæli Stefán Hilmarsson átti fimmtugsafmæli fyrr í sumar, nánar tiltekið 26. júní síðastliðinn, og af því tilefni boðaði hann til afmælistónleika í Eldborgarsal Hörpu. Strax seldist upp á tónleikana og ákvað Stebbi því að halda aukatónleika sama kvöld sem einnig fylltust. Stefán á að baki rúmlega 30 ára söngferil og það var því af nógu efni að taka. Gestasöngvarar voru Björgvin Halldórsson, Páll Rósinkrans og Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Eyjólf Kristjánsson má svo að sjálfsögðu ekki vanta og fluttu þeir félagar m.a. lagið um óskilgetna dóttur þeirra, Nínu. Gospelkórinn Gisp og Hornaflokkurinn Honk komu einnig við sögu auk þéttrar hljómsveitar.

Sál  Sá sem átti veg og vanda af skipulagningu tónleikanna var Stefán sjálfur og til aðstoðar var eiginkona hans, Anna Björk Birgisdóttur. „Okkur fannst vel til takast og stemningin var skemmtileg,“ segir Anna Björk. „Það var líka frábær hópur listamanna með okkur sem gerði okkur kleift að gera tónleikana svona vel úr garði.“

Sjaldan fellur eplið lagt frá … föðurnum
Eldri sonur Stefáns og Önnu Bjarkar, Birgir Steinn, kom einnig fram ásamt félögum sínum og söng fyrsta sólólag sitt, Falling, en þeir voru ekki auglýstir í dagskránni. Var þeim vel fagnað af gestunum. En voru þeir stressaðir að syngja fyrir fullan sal í Eldborg? „Nei, nei, þeim fannst bara heiður að vera með og ég sá ekki betur en þeir skemmtu sér hið besta,“ segir Anna Björk.

Gefur af sér á fleiri vegu en með tónlistinni
Í tilefni tónleikanna ákvað Stefán að gefa af sér. „Það voru gerðir bolir í tilefni dagsins og lagði fyrirtækið Margt smátt til bolina og prentun án endurgjalds. Allur ágóði rann því til LÍFs, styrktarfélags kvennadeildar Landspítalans,“ segir Anna Björk. „Bolirnir seldust nánast upp.“
Stefán gaf einnig út safndisk sem kom til landsins korter í tónleika og rétt náðust í hús í tæka tíð. Diskurinn inniheldur 39 lög frá ferli Stefáns og heitir Úrvalslög og seldist hann vel.

dsc08397

Í FYLGSNUM HJARTANS: Konan við hlið Stefáns og sú sem stendur hjarta hans næst, auk sonanna Birgis Steins og Steingríms Dags, er eiginkonan Anna Björk Birgisdóttir. Anna Björk hafði veg og vanda af skipulagi tónleikanna og meðan Stefán hafði sig til þá gaf Anna Björk sér tíma til að heilsa upp á tónleikagesti sem mættir voru. Hér stillir hún sér upp með Berglindi Rut Hilmarsdóttur, Hilmari Sigurðssyni, Guðrúnu Kristjánsdóttur og Katrínu Dögg Hilmarsdóttur.

img_8776

FUNHEITUR: Stefán var funheitur, eins og segir í lagi hans og Friðriks Sturlusonar, á sviðinu í Hörpu. Ásamt góðum gestasöngvurum, bakröddum og hljóðfæraleikurum rúllaði hann upp tveimur afmælistónleikum í röð fyrir troðfullum Eldborgarsal í Hörpu.

dsc08374

KOMINN TÍMI TIL: Íþróttafréttamaðurinn Valtýr Björn Valtýsson mætti ekki einn í Hörpu heldur tók félagana Bergsvein Bergsveinsson og Herra Akureyri, Birgi Torfason, með sér. Það var alveg kominn tími til að ná þessum föngulegu folum saman á mynd.

dsc08391

ÞÚ FERÐ MÉR SVO ÓSKÖP VEL: Jason Kristinn Ólafsson, fyrrum handboltakappi og sölufulltrúi á fasteignasölunni Mikluborg, og eiginkona hans, Helena Björk Magnúsdóttir, fara hvort öðru einstaklega vel en þau byrjuðu saman í Verzló á sínum tíma.

dsc08425

ENGINN EFI: Það er enginn efi á því að Þórunn Pálsdóttir, fasteignasali á fasteignasölunni Mikluborg, er stórglæsileg en Þórunn brosti glaðlega til ljósmyndarans og hlakkaði mikið til að hlýða á Stebba Hilmars.

dsc08387

UNDIR ÞÍNUM ÁHRIFUM: Disney-útgefandinn Jón Axel Ólafsson og eiginkona hans, María B. Johnson, gátu fagnað eins árs brúðkaupsafmæli sínu í Hörpu en þau giftu sig 14. september í fyrra. Nokkrum dögum síðar var Jón Axel floginn á vit ævintýranna í Danmörku.

dsc08405

ALDREI EINN Á FERÐ: Útvarpsmaðurinn geðþekki Ívar Guðmundsson og kærasta hans, Dagný Dögg Bæringsdóttir, skemmtu sér konunglega á tónleikum Stefáns. En þau voru svo sannarlega ekki bara tvö á ferð, heldur mættu með vinafólki sínu. Þar mátti finna hestakappann Fjölni Þorgeirsson, athafnamanninn Andrés Pétur og hjónin Hilmar Finn Binder og Laufeyju Stefánsdóttur.

dsc08377

GÓÐA FERÐ: Blaðakonan Ragna Gestsdóttir hitti félaga sinn úr Grindavík, smiðinn Hafþór Bjarna Helgason, í Hörpu. En hann og eiginkona hans, Guðríður Sæmundsdóttir, voru á meðal fjölmargra sem áttu góða ferð í höfuðborgina á afmælistónleika Stefáns.

dsc08401

ÞÚ FULLKOMNAR MIG: Kærustuparið Júlíus Sigurjónsson og Sigurbjörg Hjálmarsdóttir ljómuðu af gleði þegar þau mættu í Hörpu. Júlíus er þekktur fyrir diskóin sem hann heldur reglulega og er októbermánuður þéttbókaður en Júlli verður með Júlladiskó í Berlín. Þann 8. október verður hann í Ölhúsinu Hafnarfirði og toppar svo októbermánuð með eigin fertugsafmæli og diskó.

dsc08422

FLJÚGÐU, FLJÚGÐU: Vinkonunar Nadia Tamimi og Eva Ösp Arnardóttir komu kampakátar fljúgandi upp stigann í Hörpu og hlökkuðu augljóslega mikið til.

dsc08358

ÉG VISSI ÞAÐ: Flottustu gæjarnir í bransanum voru að sjálfsögðu mættir, stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson, sem var gestasöngvari á tónleikunum, og rótarinn Gústi rót, sem hefur verið samstarfsmaður allra helstu tónlistarmanna landsins. Þessir strákar vita alveg hvað þeir eru að gera.

dsc08365

TÍMINN OG VIÐ:  Söngvararnir Páll Rósinkrans og Jóhanna Guðrún Jónsdóttir voru gestasöngvarar á tónleikum Stefáns og voru mætt tímanlega í græna herbergið í Hörpu þar sem þau gáfu sér tíma fyrir létt spjall og myndatöku fyrir tónleikana.

Samhliða 50 ára afmælistónleikunum kom út tvöföld safnplata, „Úrvalslög“. Hún geymir 39 lög sem skara fram úr á ferli Stefáns til þessa, n.k. þverskurð af því sem hann hefur hljóðritað frá upphafi söngferilsins. Gripurinn inniheldur m.a. nýja lagið, „Þú ferð mér svo ósköp vel“, eitt vinsælasta lag landsins undanfarnar vikur. Platan er ómissandi í safnið hjá áhangendum Stefáns. Hana má kaupa og fá senda heim í hvelli áritaða af Stefáni á vefsíðunni www.stefanhilmarsson.is.

Séð og Heyrt mætir á tónlistarviðburði.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Related Posts