Fjalar Scott (25) skemmti sér á American Bar:

American Bar sem nú er þekktur sem einn helsti skemmtistaður bæjarins byrjaði nýlega með þemakvöld eða Breezer-kvöld, þar sem litadýrðin fær að njóta sín vel.

Skemmtilegt þema Það var Mango Tango, einn vinsælasti drykkurinn í dag, sem kveikti þessa hugmynd. Mango Tango er Bacardi Razz í Breezer Mango. Til að fá meira úrval ákváðu barþjónar American Bar að gera Lime Tango og Strawberry Tango, þannig að nú eru þrír litir í boði og eru allir þessir drykkir á 2 fyrir 1 tilboði alla fimmtudaga.

„Það er alltaf gaman að kíkja á American Bar,“ segir Fjalar en hann mætti með vinum sínum á fyrsta þemakvöldið. „American Bar bara klikkar ekki.“

Myndir: Ómar Vilhelmsson.

bac1-116

ÞRUSUÞRENNA: Vinirnir Elmar Guðlaugsson, Fjalar Scott og Kristinn Ágúst Þórsson voru ánægðir með þemakvöldið og Lime Tango.

bac1-114

JARÐARBERJASKÁL: Þessar glæsilegu vinkonur ákvaðu allar að prófa Strawberry Tango, enda drykkurinn sætur eins og þær.

bac1-104

DER EN EKKI BUFF: Þessar skvísur mættu með derhúfur sem voru einstaklega töff eins og þær.

ambac-117

TOPPMENN: Snillingarnir Hreimur og Matti Matt sáu um söng og gleði fyrir gesti á fyrsta þemakvöldinu og tóku þeir með sér tvo gesti á trommur og bassa.

bac1-134

STÚTFULLUR STAÐUR: Það var margt um manninn á American Bar, enda skemmtilegur staður með góða drykki og geggjaða tónlist.

bac1-108

STELPUR MEÐ STÍL OG STRÁKAR MEÐ STÆL: Allir gestir voru hressir og kátir og ánægðir með þemakvöldið og Breezer.

bac1-111 bac1-107 bac1-103 bac1-102

Séð og Heyrt kíkir á American bar.

Related Posts