Þorsteinn Eggertsson (73) á tímamótum:

savanna

SAVANNA TRÍÓIÐ: Hörkuvinsælt hér áður fyrr; Þórir Baldursson, Björn Björnsson og Troels Bendtsen.

Afkastamesti textahöfundur íslenskra dægurlaga fyrr og nú, Þorsteinn Eggertsson, hefur ástæðu til að fagna því núna er hálf öld síðan fyrsti textinn hans kom á hljómplötu – Ást í meinum með Savanna tríóinu.

savanna

SÉNÍIÐ: Þórir Baldursson kom Þorsteini á bragðið og síðar urðu Donna Summer, Grace Jones og Elton John á tónlistarvegi hans.

Alþýðuskáldið „Það var Þórir Baldursson sem kom mér út í þetta með því að biðja um texta fyrir Savanna tríóið sem hann var þá í,“ segir Þorsteinn Eggertsson sem snaraði fram Ást í meinum sem rann þegar inn í þjóðarsálina. Síðar átti Þórir Baldursson eftir að gera það gott á alþjóðavettvangi eftir daga Savanna tríósins, bjó bæði vestanhafs við tónlistariðkun svo og í Evrópu. Um tíma var hann framleiðandi stórstjörnunnar Donnu Summer og vann með Elton John og Grace Jones – Þórir kunni þetta allt.

Sjálfur átti Þorsteinn Eggertsson rætur í rokki og bítlamenningunni í Keflavík, söng með hljómsveitum í anda Elvis en svo tók textagerðin við og munaði þar ekki minnst um lagaflóðið frá Gunnari Þórðarsyni og Hljómum en Þorsteinn var fylgifiskur þeirra um áratugaskeið og þekktasti texti hans af því plani er vafalítið Er ég keim heim í Búðardal, einfaldur smellur sem fór alla leið og það gildir enn.

Hljómar Lúdó og Stefán, Hljómar, Logar, Ríó Tríó, Mánar, Stuðmenn, Brimkló, Fræbbblarnir. Elsta mynd og nýja Hljómar Lúdó og Stefán, Hljómar, Logar, Ríó Tríó, Mánar, Stuðmenn, Brimkló, Fræbbblarnir. Elsta mynd og nýja

HLJÓMAR: Bítlabandið í Keflavík leitaði oftast til Þorsteins Eggertssonar þegar vantaði texta.

ÁST Í MEINUM
Stjörnur himins sindra þegar húmið hylur jörð.
Á þessum stað ég fyrr þig fann.
Nú ráfa ég og reika um og finnst mín örlög hörð
því að þú ert sú ein sem ég ann.

Ég veit að heitbundin þú öðrum manni ert
og veit ég vænta má ei neins.
Ég reyn’ að gleyma en það get ég ekki gert
þótt ég reynt hafi allt

því að sú er ástin heitust
sem með meinum bundin er.
Því er best að elska aldrei neinn.
Ég veit ég vænta má ei neins
og dapur því ég er.
Best er að elska aldrei neinn.

Ég ráfa enn og reika um og læt mig dreym’ um þig.
Að lokum vitstola ég verð.
Þú ert það eina sem að máli skiptir mig
og af öllum þú berð

því að sú er ástin heitust
sem með meinum bundin er.
Því er best að elska aldrei neinn.
Ég veit ég vænta má ei neins
og dapur því ég er.
Best er að elska aldrei neinn.

1965

Related Posts