Katrín hertogaynja af Cambridge er í uppáhaldi hjá mörgum og fjölmiðlar í Bretlandi fylgjast með hverju fótmáli hennar. Hérna er þó fimm atriði sem þú vissir líklegast ekki um Kate.

1. Kate er eldri en Vilhjálmur. Kate er fædd í janúar 1982 en Vilhjálmur í júní sama ár.

2. Kate gæti orðið fyrsta drottning í sögu Englands sem er með háskólagráðu. Hún er með gráðu í listasögu

3. Þegar að hún og Vilhjálmur hættu saman árið 2007 var hún niðurbrotin að sögn vina. En hún lét það ekki sjást heldur notaði hún hvert tækifæri til að sýna heiminum að það væri allt í lagi með hana og mætti í öll partýjin stórglæsileg og skemmti sér konunglega. Þremur mánuðum eftir að Vilhjálmur hætti með henni bað hann hana um annað tækifæri.

4. Kate hefur oft verið gagnrýnd fyrir að vera of grönn. Sagt er að hún hafi hreyft sig óeðlilega mikið og reykt til að minnka matarlystina.  Vilhjálmur fékk hana til að hætta að reykja og hreyfa sig á heilbrigðan máta eins og að fara á skíði eða hjóla.

5. Vilhjálmur og Kate voru búin að vera vinir í einhvern tíma áður en þau byrjuðu saman. Sagan segir að Vilhjálmur hafi fyrst fallið fyrir henni þegar hann sá hana sýna bikiní á tískusýningu í háskólanum sem þau voru bæði í.

 

Related Posts