Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (35) fór á Dúkkuheimili með flottum stöllum:

 

Jólasýning Borgarleikhússins að þessu sinni er hið margrómaða verk Dúkkuheimili eftir norska leikskáldið Henrik Ibsen. Frumsýningargestir mættu prúðbúnir, á einum af síðustu dögum ársins, til fundar við Nóru sem engist í úldnu hjónabandi. Femínistinn og blaðakonan Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir sá sýninguna með vinkonum sínum og hjá þeim hitti Ibsen í mark.

 

Bravó! Henrik Ibsen skrifaði Dúkkuheimili 1879 og varð heimsfrægur í kjölfarið. Í verkinu segir hann frá Nóru sem engist í ömurlegu hjónabandi þar sem allt er slétt og fellt á yfirborðinu en leyndamál Nóru getur á augabragði kollsteypt öllu saman. Ibsen var femínískur í verkum sínum og hér stendur Nóra frammi fyrir erfiðum valkostum: Að þrauka áfram í þrengslum dúkkuheimilisins eða rjúfa múrinn og yfirgefa eiginmann og börn.

„Mér fannst þetta frábær sýning,“ segir blaðakonan Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, sem vinnur nú að stofnun nýs fjölmiðils, Stundarinnar, ásamt félögum sínum sem yfirgáfu DV fyrir áramót. „Það er skemmtilegt að þessi texti hafi verið skrifaður fyrir þetta löngu síðan,“ segir Ingibjörg Dögg og ljóst að Ibsen hitti í mark hjá henni.

Blaðakonurnar Viktoría Hermannsdóttir og Hanna Ólafsdóttir sáu sýninguna með Ingibjörgu Dögg og hún segir þær allar hafa fílað Ibsen. „Þetta er rosaflott sýning og Unnur Ösp Stefánsdóttir er frábær Nóra.“

 

ari

KÁTIR STJÓRAR: Ari Matthíasson, nýr þjóðleikhússtjóri, kíkti í heimsókn í Borgarleikhúsið og var vel tekið af borgarleikhússtjóranum Kristínu Eysteinsdóttur og konu hennar, lögmanninum Katrínu Oddsdóttur, sem stendur hér á milli stjóranna tveggja.

dabbi

VINIR: Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson kom með æskuvini sínum, Hannesi.

reds

ÞRUSU ÞRENNA: Blaðakonurnar Viktoría Hermannsdóttir, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Hanna Ólafsdóttir voru ánægðar með Ibsen.

gisli

STJÖRNUR: Leikararnir og Vesturportstöffararnir Ingvar E. Sigurðsson og Gísli Örn Garðarsson mættu reffilegir til leiks.

egd

LEIKARAPAR: Esther Talía Casey og Ólafur Egill Egilsson létu sig ekki vanta.

halldor

FUNDINN: Lítið hefur farið fyrir forsætisráðherranum fyrrverandi Geir H. Haarde sem orðinn er sendiherra í New York. Hann mætti eldhress á Dúkkuheimilið ásamt eiginkonu sinni, Ingu Jónu Þórðardóttur.

 

 

Related Posts