Vissulega þekkist í öllum starfstéttum að börn feti í fótspor foreldra sinna og jafnvel taki við fjölskyldufyrirtækinu. Þetta á ekkert síður við um listgreinar en annað og að minnsta kosti virðist augljóst að börn þekktra leikara eru líkleg til að láta til sín taka í Hollywood.

Listafólk í báðum ættum

Eva Amurri Martino ólst upp umkringd skemmtikröftum og leikurum. Mamma hennar er engin önnur en Susan Sarandon ogbörn stjarnanna pabbinn ítalski leikstjórinn Franco Amurri. Afi hennar i föðurætt var handritshöfundur fyrir ítalskt sjónvarp og föðursystir hennar líka. Eva ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður Tim Robbins og alveg öruggt að leiklist hefur verið mikið til umræðu við matarborðið. Annars sagði hún um móður sína: „Ég eyddi táningsárunum í að reyna að líkjast henni sem minnst. Ég veit að allar dætur segja við mæður sínar: „Mamma ekki gera þetta.“ En ég held þó að mömmu hafi þótt gaman af því að ganga svolítið fram af mér og gera mig vandræðalega.“

Fyrsta hlutverk Evu var smáhlutverk í mynd Tim Robbins, Bob Roberts, næst lék hún á móti móður sinni í Stepmom og svo aftur í The Banger Sisters. Hún þarf þó ekki á neinum stuðningi frá mömmu að halda lengur því daglega berast henni tilboð. Hún hefur komið fram í sjónvarpsþáttunum How I Met Your Mother og í fyrra lék hún aðalhlutverkið í sjónvarpsmyndinni The Winklers.

Orðinn þekktari en pabbinn

Chris Pine var lengi þekktastur fyrir það að vera sonur föður síns, Robert Pines. Þetta hefur nú snúist við og mun fleiri þekkjabörn stjarnanna soninn en föðurinn. Margir ættu þó að kannast við Robert úr myndum á borð við Independence Day og Avatar. Hann hefur líka komið fram í ótal sjónvarpsþáttum og nefna má The Mentalist. Þess má einnig geta að afi og amma hins unga Chris Pine eru leikkonan Anne Gwynne sem var vel þekkt í Hollywood á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar og Max Gilford fyrrum forseti lögfræðingafélags Hollywood. Móðir Chris, Gwynne Gilford, kaus hins vegar að hætta að leika og snúa sér að sálfræði og er starfandi sálfræðingur í dag.

Chris lék hinn eina sanna kaftein James T. Kirk í Star Trek Into the Darkness en á síðasta ári lék hann í tveimur stórmyndum, Z for Zachariah þar sem hann lék á móti Margot Robbie og Into the Woods þar sem Anna Kendrick var mótleikkona hans.

Dóttir popparans

Katie Cassidy hefur leikið í ótal sjónvarpsþáttum en er sennilega þekktust fyrir hlutverk vonda stelpunnar, Juliet Sharp, í Börn stjarnannaGossip Girl. Pabbi hennar, David Cassidy, var poppstjarna og draumaprins allra unglingsstúlkna á áttunda áratug síðustu aldar. Hann lék líka eitt aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum The Partridge Family sem þeir Íslendingar sem sáu Kanasjónvarpið muna líklega ágætlega eftir. Faðir hans, og afi Katie, Jack Cassidy, var þó enn frægari en sonurinn og lék hlutverk í flestum vinsælustu sjónvarpsþáttum vestan hafs, nefna má Columbo, Hawaii Five-O, McCloud og Bonanza. Hann söng ekkert síður en David og var vinsæl stjarna í söngleikjum á Broadway. Hann var greindur með geðhvarfasýki, eða bipolar disorder, og brann inni í þakíbúð sinni árið 1978.

Mamma Katie, Sherry Williams, starfaði sem sýningarstúlka og var módel hjá öllum helstu hátískuhönnuðum á sínum yngri árum. Katie hefur líka leikið í Supernatural, Melrose Place, New Girl og Arrow.

Barnabarn kóngsins
börn stjarnanna
Elvis Presley hefur verið kallaður konungur rokksins og líklega ganga fáir á þessari jörð sem ekki þekkja nafn hans. Hann eignaðist eina dóttur, Lisu Marie, og nú er dótturdóttir hans farin að láta til sín taka. Riley Keough er dóttir Danny Keough og Lisu Marie. Þótt söngur og tónlistariðkun liggi fremur í ætt hennar en leikur hefur móðuramma hennar, Priscilla Presley reynt sig við kvikmyndaleik. Riley hefur leikið í The Runaways, The Good Doctor og Magic Mike.

Hún mun einnig sjást í nýrri mynd um Mad Max sem er væntanleg í kvikmyndahús á næsta ári. Riley hóf ferilinn sem fyrirsæta strax á unglingsaldri en hún þykir einstaklega glæsileg kona.

Sænsku risarnir

Alexander Skarsgård sló í gegn í hlutverki Eric Northmans í True Blood-myndunum. Þessi hávaxni Svíi er 194 cm en yngri börn stjarnannabróðir hans Gustaf er aðeins sentimetra lægri. Gustaf hefur vakið mikla athygli sem Flóki í sjónvarpsþáttunum um Víkingana en þeir bræður þykja eiga frama vísan í Hollywood. Faðir þeirra Stellan Skarsgård á að baki leik í ótal stórmyndum þar á meðal Railway Man, Amistad, Melancholia, Mamma Miia! og Pirates of the Caribbean.

Nýjasta hlutverk Alexanders er Tarzan í væntanlegri mynd um frumskógardrenginn en Gustaf skreytir hvíta tjaldið í The Wizard’s Daugther sem kom út í fyrra. Þess má geta að Stellan á átta börn, sex drengi með fyrri konu sinni og tvo með þeirri seinni. Þeir Bill og Valter eru yngstu albræður Alexanders og Gustafs og eru þegar farnir að láta til sín taka, bæði sem karlmódel og leikarar. Þeir eru eins og bræður þeirra yfir 190 cm á hæð og mikil glæsimenni.

Rísandi stjarna
börn stjarnanna
Dakota Johnson er dóttir Melanie Griffith og Don Johnson. Hún vakti fyrst athygli í myndinni The Social Network. Þar leikur hún á móti Justin Timberlake og fer létt með að stela senunni. Nýjasta mynd hennar mun þó áreiðanlega sjá um að halda nafni hennar á lofti lengi enn því það er The Fifty Shades of Grey.

Efni bæði myndarinnar og bókanna sem hún er byggð á er mjög umdeilt. Sitt sýnist hverjum um hversu vel gerð myndin er en Dakota þykir standa sig nokkuð vel. Hún hafði áður sýnt góðan leik í sjónvarpseríunni, Ben and Kate, þar sem hún lék einstæða móður. Dakota á ekki bara fræga foreldra því amma hennar Tippi Hedren er þekkt og afkastamikil leikkona þótt hún sé einna þekktustu fyrir leik sinn í mynd Alfred Hitchcocks, The Birds.

Af breska leikaraaðlinumbörn stjarnanna

Bræðurnir Samuel og Max Irons eru synir hins fræga breska leikara Jeremy Irons og Sinead Cusack. Móðir þeirra er hluti af breska leikaraaðlinum eins og það er kallað en foreldrar hennar, Cyril og Maureen, voru bæði leikarar og léku jafnt á sviði sem í kvikmyndum.

Systkini Sinead, Paul, Sorcha, Niamh, Pádraig og Catherine eru öll vel þekktir leikarar í Bretlandi. Sinead og Jeremy giftust árið 1978 og Samuel fæddist sama ár. Hann heitir raunar Samuel James Brefni og yngri bróðir hans Maxmillian Paul Diarmuid en hann fæddist árið 1985. Sam lék í barnamyndum þegar hann var yngri en er að skapa sér nafn sem ljósmyndari en Max er spáð miklum frama í Hollywood.

Hudson-systkinin

Kate og Oliver Hudson eru börn Goldie Hawn og Bill Hudson. Foreldrar þeirra eru báðir leikarar og börn stjarnannastjúpfaðir þeirra Kurt Russell er það líka. Þau ólust upp í Hollywood-hringiðunni miðri og varla er til sá framleiðandi, leikstjóri eða leikari sem þau ekki þekkja.

Oliver er einkum þekktur fyrir vinnu sína í sjónvarpsþáttunum Rules of Engagement og Nashville. Kate hefur á hinn bóginn einbeitt sér að kvikmyndum og gengið mjög vel þar. Hún er þekktust fyrir Almost Famous, You, Me and Dupree, Bride Wars og Something Borrowed. Hún fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk Penny Lane í Almost Famous.

Texti: Steingerður Steinarsdóttir

 

Related Posts