Fannar Elíasson (20) er óhræddur við nálina:

Flúraður Fannar Elíasson er tvítugur gaur frá Grindavík. Hann, eins og margir nemendur, vinnur með skóla á veitingastaðnum Papas. Hann tekur starfinu létt og gengur nú um með nafn vinnustaðarins flúrað á rassinum.

Líkamsskraut „Mér finnst þetta bara flott að skreyta líkamann með flúri,“ segir Fannar. Hann er kominn með tvö húðflúr á líkamann, annað tengt áhugamálinu, lyftingum, og hitt er nafn vinnustaðarins. Fyrra flúrið fékk hann sér sumarið 2015 og er það „motivation“ fyrir lyftingarnar. „Þetta er tilvitnun á ensku og ég er með það á rifbeininu,“ segir Fannar. Fjölnir Geir sá um að flúra Fannar og var farið vel yfir að engin stafsetningarvilla leyndist í textanum.

Þrátt fyrir að vera óhræddur við að skreyta líkamann með flúrum ætlar Fannar sjálfur ekki að læra listina. „Ég er á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stefni á að verða dýralæknir,“ segir Fannar.

Tók áskorun frá yfirmönnunum
Fannar fékk sér annað flúrið fyrir þremur vikum síðan eftir að vinnuveitendur hans, Þormar Ómarsson og Gylfi Arnar Ísleifsson, eigendur Papas, skoruðu á hann. „Ég þurfti ekkert að hugsa þetta lengi og fór bara strax næsta dag,“ segir Fannar. En Sigrún Rós á Bleksmiðjunni sá um að merkja hann vinnustaðnum varanlega, á rassinum! Vinnuveitendurnir bara hlógu að því að Fannar hefði tekið áskoruninni en stóðu að sjálfsögðu við sitt og Fannar uppskar 100.000 kr. fyrir uppátækið.

Stefnir hann á að enda með ferilskrána á rassinum? „Já, ef ég mun fara að vinna á fleiri stöðum þá er alveg pláss fyrir fleiri flúr,“ segir Fannar og hlær.

fannar elíasson tattoo húðflúr papas lyftingar

MEÐ HVATNINGARORÐ Á RIFBEINUNUM Það er eins gott að engin stafsetningarvilla leynist í þessu stóra og flotta flúri en Fannar og Fjölnir Geir Tattoo fóru vel yfir að svo væri ekki.

 

fannar elíasson tattoo húðflúr papas lyftingar

LEGGUR BOTNINN Í STARFIÐ Fannar var ekki lengi að hugsa sig um þegar eigendur Papas skoruðu á hann að flúra nafn staðarins á sig. Hann fór strax daginn eftir og uppskar 100.000 kr. frá vinnuveitendunum. Foreldrar Fannars, Laufey Sæunn Birgisdóttir og Elías Magnús Rögnvaldsson, kipptu sér lítið upp við þetta. „Mamma talaði samt um að þetta yrði alltaf á mér en ég hef engar áhyggjur af þessu,“ segir Fannar.

fannar elíasson tattoo húðflúr papas lyftingar

ÁNÆGÐUR Í VINNUNNI: Fannar stillir sér upp við bjórdæluna á Papas en hann er einmitt kominn með aldur til að dæla af henni, en á Papas ganga allir starfsmenn í öll störf þegar þeir hafa aldur til. Fannar er ánægður í vinnunni og mun starfa þar áfram með skólanum í vetur. Hver veit hvaða vinna og flúr tekur næst við.

fannar elíasson tattoo húðflúr papas lyftingar

Séð og Heyrt – með flúr samt ekki á rassinum!!

Related Posts