Lilja Hafdís Óladóttir (59) í Sænautaseli:

Fyrir tólf árum fjallaði Séð og Heyrt um torfbæinn Sænautasel þar sem ferðamönnum var boðið upp á sykraðar lummur og ferð til fortíðar. Nú tólf árum síðar er Sænautasel enn í fullum blóma og aldrei verið vinsælli.

GÓÐ: Lilja Hafdís býr í Sænautaseli og sér til þess að ferðamenn fái sykraðar lummur og fræðist um torfbæi landsins.

GÓÐ: Lilja Hafdís býr í Sænautaseli og sér til þess að ferðamenn fái sykraðar lummur og fræðist um torfbæi landsins.

Lummur „Sænautasel er enn þá í fullum gangi hjá okkur en þetta er auðvitað bara sumarstarf, tíu dagar í júní og svo allur júlí og ágúst,“ segir Lilja og bætir við að lummurnar séu alltaf jafnvinsælar.

„Við erum enn þá að bjóða upp á lummurnar, það hefur haldist alveg frá 1994; að fá sér sykraðar lummur í torfhúsi er ótrúlega vinsælt hjá ferðamönnum. Það hafa fjölmargir útlendingar bæst í safnið hjá okkur. Þetta er auðvitað svolítið út úr leið en samt alltaf jafnvinsælt. Þetta er það einfaldasta sem er hægt að gera í bakstri.“

Ekkert rafmagn

Lilja Hafdís sér um Sænautasel á sumrin og það má með sanni segja að vinsældir selsins meðal ferðamanna séu talsverðar, enda mikil upplifun fyrir ferðamenn að „ferðast aftur í tímann“ og sjá hvernig við Íslendingar bjuggum áður fyrr.

„Ég bý á bænum Merki á Jökuldal og er þar bóndi. Selið er um það bil 30 kílómetra frá mínum bæ og við búum þar á sumrin. Það er mjög kósí að vera þarna á sumrin. Þetta er endurgerður bær en þarna var búið til ársins 1943, við byggðum þetta upp árið 1992 og þá byggt í þeim stíl sem var búið í.

13 ÁR: Hér má sjá umfjöllun Séð og Heyrt fyrir 13 árum.

13 ÁR: Hér má sjá umfjöllun Séð og Heyrt fyrir 13 árum.

Við erum ekki með neitt rafmagn þannig að við förum alveg til fortíðar. Það er mjög skrítið að stíga þarna inn, núna erum við reyndar með rennandi vatn en það var ekki þannig fyrst. Þá þurfti bara að sækja vatn út í læk. Ferðamönnunum finnst þetta alveg magnað, það er alveg nýtt fyrir þá að mæta í torfbæ með engu rafmagni. Það koma heilu rúturnar hingað til okkar með dolföllnum ferðamönnum. Ég er orðin mjög vön því að sjá hökur skella í gólfið.“

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts