Þrír fallegir femínistaforingjar vönduðu Séð og Heyrt ekki páskakveðjurnar og sendu yfirlýsingu á alla fjölmiðla með athugasemdum vegna fréttar sem birtist á vef blaðsins undir fyrirsögninni Fallegustu femínistabrjóstin.

Allir fjölmiðlarnir birtu yfirlýsingu femínistanna án þess að leita viðbragða eða skýringa sem eru þó augljósar.

Séð og Heyrt er í raun sápuópera íslenskra fjölmiðla og ber að skoðast sem slík. Eins og Seinfeld í sjónvarpinu þar sem venjulegt fólk á í samræðum en áhorfendur vita að þeir eru að horfa á sápuóperu. Eða bíómyndir Woody Allen sem eru öðruvísi en aðrar myndir og verða aldrei skildar nema sem Woody Allen-myndir.

Séð og Heyrt birtir myndir af flottustu kjólunum á Óskarsverðlaunaafhendingunni, Grímunni, Eddunni og í Hörpu almennt. Blaðið birtir einnig reglulega myndaopnur undir heitinu „Flottastir í bænum“ eða „Sætustu pörin“ eða „Börn ársins“ – og því er ekki nema eðlilegt að birta „Fallegustu femínistabrjóstin“ þegar femínistarnir sjálfir hafa dreift myndum á Veraldarvefinn.eiríkur jónsson

Séð og Heyrt hefur fullan skilning á tilgangi birtingar geirvörtumyndanna; hefndarklám er hryllilegt og verður að stöðva. En það er engin ástæða til að hlaupa upp til handa og fóta þó að sápuóperuhluti íslenskra fjölmiðla grípi boltann á lofti og gantist aðeins.

Það gerir lífið bara skemmtilegra og þetta verða femínistarnir að skilja – eins og annað.

Eiríkur Jónsson

Related Posts