Hildur Ýr Jónsdóttir (23) og félagar í Stúdentaleikhúsinu:

Stúdentaleikhúsið er að leggja lokahönd á femíníska uppfærslu af Öskubusku en verkið ber nafnið „Öskufall“. Þarna eru samankomnar ungar og upprennandi stjörnur sem eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér í leiklist. Hildur Ýr Jónsdóttir, annar formaður leikhússins, segir þetta vera ádeilu á samfélagið en engu að síður frábæra skemmtun sem sýnd verður í gamalli kartöflugeymslu.

Öskufall

FJÖR: Krakkarnir í Stúdentaleikhúsinu eru svo sannarlega hressir og ekki er við öðru að búast en að Öskufall verði ein skemmtilegasta sýning ársins.

Nýtt ævintýri „Tryggvi Gunnarsson leikstýrir og þetta er ný útgáfa af Öskubusku með femínísku ívafi. Við skoðuðum allar sögurnar og sáum hvernig Öskubuska hefur þróast í gegnum tímann því það eru til eldgamlar sögur af henni frá Miðausturlöndum sem eru allt öðruvísi heldur en þessi Disney Öskubuska sem við þekkjum öll,“ segir Hildur Ýr.

ÿØÿáfLExif

FLOTTAR: Formennirnir María Rós og Hildur Ýr hafa í nógu að snúast og eru spenntar fyrir sýningunni.

„Þetta er frábært handrit sem hann Tryggvi skrifaði og þetta er ádeila á samfélagið, ádeila á þessar hugmyndir um það hvernig kona „eigi“ að vera og hvernig þessar hugmyndir hafa líka áhrif á karlmenn. Ég vil nú ekki segja of mikið en við erum með allar helstu karakterana með; Öskubuska, systurnar, prinsinn og skórinn fá öll að njóta sín. Þetta er Öskubuska eins og við þekkjum hana en með skemmtilegu ívafi.

Þetta fjallar um málefni líðandi stundar, það hefur verið femínismi í loftinu sem er mjög gaman að túlka með leiklist. Við erum ungt fólk og erum að reyna að segja eitthvað með verkinu sem við erum að sýna. Við erum ungt fólk með skoðanir og það er gaman að geta sýnt það svona,“ segir Hildur.

Öskufall

TRYLLT TRÍÓ: María og Hildur ásamt leikstjóranum Tryggva Gunnarssyni.

Öskufall

STUND MILLI STRÍÐA: Það er nóg að gera og stundum getur verið nauðsynlegt að stökkva í sígarettupásu.

Öskufall

ALLT AÐ VERÐA KLÁRT: Gamla kartöflugeymslan er að fara í gegnum miklar breytingar og krakkarnir í Stúdentaleikhúsinu hjálpast að við að gera allt klárt.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts