Jói byssusmiður (61) kom vini sínum á óvart:

Blúskóngurinn Halldór Bragason fékk óvænta sextugsafæmlisveislu í Kadillak-kjallaranum, sem orðinn að heitasta neðanjarðarstað landsins. Vinir Halldórs og fjölskylda hans skipulögðu kvöldið sem tókst fullkomlega. Jóhann Vilhjálmsson, eða Jói byssusmiður eins og hann er ávallt kallaður, var einn af þeim sem kom að veislunni og hann var ánægður með útkomuna.

FLOTTIR SAMAN: Jói byssusmiður var í góðum félagsskap við hliðina á blúsgoðsögninni Muddy Waters.

FLOTTIR SAMAN: Jói byssusmiður var í góðum félagsskap við hliðina á blúsgoðsögninni Muddy Waters.

 

FLOTTIR FEÐGAR: Halldór Bragason og sonur hans, Andri Freyr, skemmtu sér vel í afmælisveislu Dóra. Andri spilaði stórt hlutverk í veislunni því Dóri hélt að hann væri á leið í mat til sonar síns. Það kom þó aldrei til þess.

FLOTTIR FEÐGAR: Halldór Bragason og sonur hans, Andri Freyr, skemmtu sér vel í afmælisveislu Dóra. Andri spilaði stórt hlutverk í veislunni því Dóri hélt að hann væri á leið í mat til sonar síns. Það kom þó aldrei til þess.

Óvænt „Þetta var búið að vera svona 3 til 4 vikur í undirbúningi, það var eiginlega erfiðast að finna tíma sem hentaði flestum. Þetta var eini dagurinn sem virkaði. Halldór passaði sig auðvitað á því að vera í golfi á Spáni þegar hann átti afmæli þannig að ekki var hægt að halda upp á það þá,“ segir Jói.

VINIR DÓRA: Hljómsveitin Vinir Dóra steig að sjálfsögðu á svið og hélt stemningunni gangandi.

VINIR DÓRA: Hljómsveitin Vinir Dóra steig að sjálfsögðu á svið og hélt stemningunni gangandi.

Vissi ekkert

Það er mikið leynimakk að halda óvænta afmælisveislu enda má afmælisbarnið ekkert vita en það getur verið erfitt að halda leyndarmálinu öruggu. Jói segir hins vegar að þarna hafi allt gengið upp.

GLÆSILEG HJÓN: Ófeigur Björnsson, gullsmiður og myndlistarmaður, og Hildur Bolladóttir kjólameistari létu sig að sjálfsögðu ekki vanta.

GLÆSILEG HJÓN: Ófeigur Björnsson, gullsmiður og myndlistarmaður, og Hildur Bolladóttir kjólameistari létu sig að sjálfsögðu ekki vanta.

„Hann átti sér einskis ills von þegar þessi ósköp dundu yfir. Hann grunaði bara ekkert og sagðist hafa verið algjörlega tekinn. Þetta tókst alveg rosalega vel, þarna voru bæði fjölskylduvinir og vinir ásamt þessum glæsilegu tónlistarmönnum sem skipa sveitina Vini Dóra.

ALVÖRUMENN: Kiddi og Jói eru aðalmennirnir í Kadillak-kjallaranum og þeir voru að sjálfsögðu í hörkustuði.

ALVÖRUMENN: Kiddi og Jói eru aðalmennirnir í Kadillak-kjallaranum og þeir voru að sjálfsögðu í hörkustuði.

Þetta var algjörlega ógleymanlegt kvöld fyrir hann. Við gerðum þetta líka þegar hann var fimmtugur, það tókst mjög vel. Við þurfum að reyna að ná honum aftur á sjötugsafmælinu, þetta tókst allavega alveg frábærlega. Hann grunaði ekkert og stemningin í kjallaranum var mögnuð. Það var spilað langt fram eftir miðnætti og allir í hörkustuði.“

GEGGJUÐ KAKA: Dóri fékk þessa glæsilegu köku og það var mál manna að engin kaka hafi nokkurn tímann smakkast jafn vel.

GEGGJUÐ KAKA: Dóri fékk þessa glæsilegu köku og það var mál manna að engin kaka hafi nokkurn tímann smakkast jafn vel.

 

GÓÐIR SAMAN: Hér má sjá augnablikið þegar Dóri áttar sig á því hvernig var í pottinn búið. Jói byssusmiður fylgist með vini sínum og getur ekki annað en glott við tönn.

GÓÐIR SAMAN: Hér má sjá augnablikið þegar Dóri áttar sig á því hvernig var í pottinn búið. Jói byssusmiður fylgist með vini sínum og getur ekki annað en glott við tönn.

Afmæli

GETUR ALLT: Davíð Þór getur svo sannarlega brugðið sér í allra kvikinda líki þegar kemur að tónlist. Hann var duglegur að flakka á milli hljóðfæra enda framúrskarandi á þeim flestum.

Afmæli

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts