FÉKK OPEL UMBOÐIÐ

Opel-bílarnir hafa fylgt þjóðinni lengi og reynst vel á íslenskum vegum, jafnvel áður en hringvegurinn kom til með öllu sínu malbiki. Bílabúð Benna hefur nú tekið Opel upp á sína arma og var því fagnað með stæl í höfuðstöðvum fyrirtækisins.

Mikið var um dýrðir í Bílabúð Benna, þýski sendiherrann mætti, hélt ræðu, svo og sérstakur fulltrúi frá Opel sem heiðraði samkomuna. Nýr sýningarsalur fyrir Opel var hjúpaður þýska fánanum og
salurinn síðan afhjúpaður líkt og gert er við myndastyttur. Bílaumboð Ingvars Helgasonar var síðast með Opel-umboðið en þar áður Samband íslenskra samvinnufélaga á meðan það var og hét og fyrir bragðið var Opel einn algengasti bíllinn á landsbyggðinni – eðalvagn hins íslenska bónda.
Samband íslenskra samvinnufélaga var einnig með Chevrolet-umboðið á sínum tíma og gekk vel en við fall Sambandsins var eins og Chevrolet hyrfi af markaðnum þar til Bílabúð Benna tók þá yfir og nú eru Chevrolet-bílar út um allt í alls kyns útgáfum. Og nú mætir Opel aftur til leiks hjá Benna og það mátti á gestum sjá að þeir voru spenntir fyrir þessum gamalgróna bíl sem alltaf er að endurnýja sig – nú vilja allir Opel.

Related Posts