Britney (34) fær innblástur frá Íslandi:

PÁLL ÓSKAR SEGIR ÞETTA VERA HRÓS

Svipuð atriði Þeir Íslendingar sem fylgdust með Britney Spears á MTV tónlistarhátíðinni í gærkvöldi ráku upp stór augu þegar atriðið hófst. Í upphafi mátti nefnilega sjá kunnuglegar skuggahendur sem Íslendingar þekkja vel frá atriði Grétu Salóme í Eurovision. Jonathan Duffy vann við atriði Grétu og deilir myndbandinu á Facebook með þessum orðum: „Frá hópnum sem vann við atriði Íslands í Eurovision vil ég nota tækifæri til að segja. Verði þér að góðu Britney.“

Páll Óskar bætir við að þetta sé ákveðið hrós og líklega eitthvað sem Britney hafi ekki vitað af heldur hafi fólkið hennar treyst á að Bandaríkjamenn horfi ekki á Eurovision. Britney hafi ekki gert neitt rangt og hafi líklega verið að fá sér skyndibitamat þegar atriðið var búið til.

Atriðin virðast mjög svipuð og líklegt að framlag Íslands í Eurovision hafi verið notað sem innblástur. Þetta sýnir hvað Gréta Salóme og hennar fólk hefur staðið sig vel. Hér að neðan eru myndbönd Britney og Grétu Salóme sem áhugasamir geta borið saman.

294.8
239.8

Bakgrunnur í atriði Britney Spears.
britneyNota
Bakgrunnur í atriði Grétu Salóme.
Greta

Atriði Britney á MTV tónlistarhátíðinni í gærkvöldi.

Atriði Grétu Salome í Eurovision 2016.

Séð og heyrt fylgist með tónlist!

Related Posts