Eiríkur Örn Norðdahl (37) rithöfundur var hætt kominn á ljóðahátíð í Tyrklandi:

Eiríkur Örn slapp með skrekkinn í ljóðaferð sinni til Tyrklands. Hann las ljóð um kebab í íslömskum menntaskóla fyrir stúlkur og blandaði geði við sýrlenska flóttamenn sem voru búnir að missa allt.

 

Lán í óláni „Ég er með botnlangabólgu og hann verður líklega tekinn úr mér á endanum. Það þarf að „sýklalyfja“ bólguna niður í ekki neitt fyrst,“ segir Eiríkur Örn þegar Séð og Heyrt náði af honum tali á Sjúkrahúsinu á Ísafirði.

„Þetta byrjaði fyrir viku síðan þegar ég var á ljóðahátíð í Tyrklandi en lokaðist svo af þannig að þetta varð

Eiríkur Örn Norðdahl_Move On! 3/2007_Fintra

LJÓNHEPPIÐ LJÓÐSKÁLD: Eiríkur Örn var ljónheppinn að botnlangakastið lék hann ekki verr en raun bar vitni í Istanbúl.

ekki eins slæmt og annars hefði orðið. Þá hefði ég endað á gjörgæslu í Istanbúl sem hefði sjálfsagt verið í lagi, nema ekki eins kósí og að geta farið á sjúkrahús heima hjá sér. Ég held reyndar að það sé ekkert grín að verða veikur í útlöndum því það getur verið rándýrt.“

Læknarnir og Eiríkur Örn virðast hafa náð yfirhöndinni gegn bólgunni.
„Það verður fylgst vel með hvernig bólgan fer niður en væntanlega verður botnlanginn tekinn eftir 6-8 vikur en þá verð ég ekki hér því ég bý í Svíþjóð á sumrin. Það verður því bara kannað hvort sýkinginn hættir ekki og þá verður hann bara tekinn í haust upp á að hann valdi ekki frekari óþægindum. Þetta er allt í skoðun en botnlanginn hefur ekki truflað mig hingað til. Ég hef ekki komið inn á spítala í 20 ár.“

Ljóð um kebab

Eiríkur Örn átt sér einskis ills von og undi hag sínum vel þegar botnlanginn fór að láta á sér kræla á ljóðahátíðinni. „Ég var í 10 daga í Istanbúl og las upp ljóð úti um allt, líkt og í íslömskum kvennaskólum og hér og þar. Þetta var mjög sérstök upplifun því ég hef aldrei komið til Istanbúl áður og þetta er stórmerkileg borg, falleg og mögnuð.“
Þýðir eitthvað að lesa íslensk ljóð þarna? Skildi nokkur hvað þú varst að tala um?
„Ég las mikið þýðingar og m.a. ljóð sem ég skrifaði í Reykjavík Grapevine um flóttamannavandann sem heitir Ljóð um kebab. Ljóðunum var varpað upp á skjá og stundum var þeim dreift á blöðum eða leikari fenginn til að lesa þau upp.“

Eiríkur Örn var með ljóðskáldum alls staðar að úr heiminum á ljóðahátíðinni.
„Eftir því sem maður fer lengra, þeim mun lengra að eru aðrir komnir líka. Það voru þarna ljóðskáld frá Jamaíka og Suður-Afríku þannig að þetta var nokkuð stór hópur af fólki héðan og þaðan úr heiminum og það var líka gaman að hitta það.“
Ferðu mikið á ljóðahátíðir?
„Það hefur aðeins dregið úr því vegna tímaskorts því ég er farinn að fylgja skáldsögunum mínum meira eftir. Þá fer ég á klassískar bókmenntahátíðir og í bókabúðatúra og hef því minni tíma fyrir ljóðahátíðirnar.“

Eiríkur Örn

PABBI KOMINN HEIM: Börn Eiríks Arnar þau Aram Nói (6) og Aino Magnea (3) heimsóttu pabba sinn á sjúkrahúsið heima á Ísafirði þar sem hann var á sýklalyfjum til að ná botnlangabólgunni niður.

Alvörueymd

Ljóð Eiríks Arnar standa í sumum tilfellum nær ljóðaunnendum í Tyrklandi en á Íslandi.
„Já, ljóð um flóttamannavandann stendur þeim miklu nær en okkur í sjálfu sér. Það var allt fullt af sýrlensku flóttafólki úti á götu og að sjá það var upplifun sem ég held að sé hverjum manni nauðsynleg. Að horfast í augu við alla eymdina og alvöruna sem þessu fylgir. Þetta er bara venjulegt fólk af holdi og blóði sem stendur úti á götu og betlar því það er búið að taka af því allt.“
Það hlýtur að vera sérsök tilfinning að lesa ljóð fyrir stúlkur í íslömskum menntaskóla.

„Þetta voru stúlkur á aldrinum 13-16 ára og flestar með slæðu en ekki allar. Ég var að koma beint frá Frakklandi þar sem ég var stanslaust að vandræðast með hvort ég ætti að kyssa fólk tvisvar eða þrisvar á kinnina og hvernig það á að vera. Svo kemur maður til Istanbúl þar sem ein af hverjum þremur konum tekur ekki í höndina á manni þannig að maður þarf alltaf að aðlaga sig þeim félagslegu aðstæðum, þveröfugt við það sem er í Frakklandi. Manni finnst maður alveg fullkysstur og fullsnertur í Frakklandi en alveg í hina áttina í Tyrklandi.“

Eiríkur Örn reyndi ekki að hafa upp á Halim Al en hugsaði til dætra hans og Sophiu Hansen.
„Mér varð hugsað til þess hvort maður ætti að leita uppi Dagbjörtu og Rúnu en lét ekki verða af því.
Ég þrammaði hins vegar um alla borgina og held að ég hafi gengið 30 kílómetra einn daginn. Hún er ótrúlega áhugaverð og fjölbreytileg.“

ÿØÿá8„Exif

BORG Í TVEIMUR HEIMSÁLFUM: Hér er Eiríkur Örn fyrir utan Suleiman-moskuna sem er Evrópu megin í Istanbúl en hann var meira Asíu megin í borginni.

Séð og Heyrt – út um allt!

Related Posts