Arna Ýr Jónsdóttir (20) var kjörin ungfrú Ísland 2015. Hún svarar spurningum vikunnar.

APPLE EÐA PC? Apple.

HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA? Tómatsósu og steiktan.

FACEBOOK EÐA TWITTER? Facebook, ég bara skil ekki hvernig Twitter virkar.

HVAR LÆTURÐUR KLIPPA ÞIG? Kompaníinu í Turninum.

VI1507301028, Arna Ýr Jónsdóttir, minn stíll, stíllinn minn, vikan, 32. tbl, 2015 VI1507301028, Arna Ýr Jónsdóttir, minn stíll, stíllinn minn, vikan, 32. tbl, 2015

BORÐARÐU SVARTFUGLSEGG? Ójá, en ekki oft.

HVAÐ GERIRÐU MILLI 5 OG 7 Á DAGINN? Í 90% tilvika á æfingu.

BJÓR EÐA HVÍTVÍN? Drekk ekki áfengi.

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN? Ætli hann hafi ekki verið vandræðalegur eins og alltaf?

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR? Óvænt ævintýri.

HVER ER DRAUMABÍLLINN? Audi a7 úr kassanum.

KJÖT EÐA FISKUR? Kjöt allan daginn.

GIST Í FANGAKLEFA? Ónei.

DRAUMAFORSETI? Páll Óskar.

STURTA EÐA BAÐ? Sturta.

REYKIRÐU? Nei.

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA? Engu.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ? Þegar ég ákvað að hitta Egil Trausta … og auðvitað ad taka þátt í Ungfrú Ísland.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR? Á fæðingardeildinni þegar ég kom út (keisaraskurður) með risa svartan lubba og mamma spurði hvort þetta væri nokkuð hennar barn þar sem tvíburabróðir minn (sem kom á undan) var alveg sköllóttur.

HVER ER MESTI TÖFFARI ALLRA TÍMA? Helgi Scheving, afi minn, betur þekktur sem Helgi Skelving.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST? Children of Men, rétt í þessu.

EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ, HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA? Simpsons.

ÁTTU ÞÉR EITTHVERT GÆLUNAFN? Ohh… kærastinn minn kallar mig oft Örn.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í? Of neyðarlegt til að nefna það hér …

KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR? Hálf 8 en ef ég fengi að ráða væri það alltaf 10.

ICELANDAIR EÐA WOW? Icelandair.

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU? Hótel Mamma.

KÓK EÐA PEPSÍ? Kók.

ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA? Ísrael.

DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA? Dagblað, Netið er alls staðar.

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN? Ætli það sé ekki frekjan hann tvíburabróðir minn sem reif alltaf í hárið á mér. Það hefur nú samt ræst úr drengnum.

Related Posts