Kristín Lea (27) fékk fallegar móttökur hjá Theodóri Júlíussyni (65):

Leikstjórinn Grímur Hákonarson mætti ferskur til landsins frá Cannes með kvikmynd sína Hrúta og Un Certain Regard-verðlaunin í farteskinu. Myndin var forsýnd með viðhöfn í Háskólabíói þar sem aðstandendur myndarinnar og spenntir boðsgestir komu saman. Leikkonan Kristín Lea Sigríðardóttir hitti þar fyrir séntilmanninn Theodór Júlíusson.

Hrútar

HRÚTUR ALLS FAGNAÐAR: Kvikmyndaleikstjórinn Hrafn Gunnlaugsson var í banastuði eins og venjulega.

Einlæg „Þetta er eiginlega bara besta mynd sem ég hef séð lengi. Falleg, einlæg og hrein,“ segir Kristín Lea sem sjálf sýndi góð tilþrif í Vonarstræti í fyrra. Áður en hún fann hæfileikum sínum farveg í leiklistinni var hún Ungfrú Norðurland og keppti í kjölfarið í Ungfrú Ísland. „Þegar myndin var búin sat hún rosalega í mér og þegar myndir hafa svona áhrif á mann veit maður að þar hefur eitthvað verið gert virkilega rétt. Þetta er fyrst og fremst einlæg mynd með risastórt hjarta.“
Theodór Júlíusson og Sigurður Sigurjónsson fara á kostum í Hrútum og Theodór tók ákaflega hlýlega á móti Kristínu Leu þegar hún mætti enda hafa leiðir þeirra legið saman áður. „Við lékum saman í Vonarstræti en Vigfús, maðurinn minn, þekkir hann betur. Hann vann við gerð Hrúta og þar varð þeim mjög vel til vina. Við rifjuðum aðeins upp fyrri kynni. Teddi er alveg dásamlegur.“

Hrútar

HRÚTAÞING: Líkamsræktardrottningin Ágústa Johnson og Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður sýndu sig og sáu aðra.

 

Hrútar

RÁÐHRÚTUR: Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og sonur hennar Árni Þór Guðjónsson.

 

Hrútar

ÞAR SEM HRÚTAEYJAN RÍS: Rithöfundurinn Einar Kárason og Hildur Baldursdóttir drifu sig á verðlaunamyndina.

 

Hrútar

LEIKHRÚTUR: Leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir mætti með kærastann með sér.

 

Sjáið allar myndirnar í Séð og Heyrt!

 

Related Posts